Erfitt hjá Arsenal 8. mars 2005 00:01 Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira