Miami 3 - Detroit 2 3. júní 2005 00:01 Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig. NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Það voru öðru fremur varamenn Miami Heat sem lögðu grunninn að góðum 88-76 sigri á Detroit Pistons í fimmta leik liðanna í gær og nú er Flórídaliðið komið í afar vænlega stöðu í einvíginu og nægir einn sigur í viðbót til að komast í úrslit NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins. Dwayne Wade tognaði á vöðva við rifbein og þurfti að yfirgefa völlinn sárkvalinn í þriðja leikhluta, en það kom ekki að sök í gær því varamenn liðsins skiluðu sínu og rúmlega það. Óvíst er hvort Wade getur leikið með í næsta leik og það yrði svo sannarlega skarð fyrir skyldi. "Þessu fylgir mikill sársauki og honum líður eins og sé verið að stinga hann þegar hann dregur andann. Við verðum bara að bíða og sjá," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami. "Ég gat ekki hreyft mig til hliðanna, bara hlaupið beint áfram. Vonandi næ ég mér fljótt," sagði Dwayne Wade eftir leikinn. "Það var einfaldlega meiri orka í þeim í kvöld en í okkur. Stóru mennirnir okkar fengu engin hraðaupphlaup í kvöld eins og síðast og þeir voru bara betri en við," sagði Larry Brown, óvenju æðrulaus, því lið hans var á löngum köflum skelfilegt í sóknarleiknum. Þeir Udonis Haslem, Caron Butler og Damon Jones léku allir eins og englar fyrir Miami í gær og liðið getur þakkað þeim sigurinn. Shaquille O´Neal var þokkalegur í sóknarleiknum framan af og vildi tileinka frammistöðu sína George Mikan sem lést á miðvikudagskvöldið, en hann var fyrsta stórstjarnan í NBA deildinni. Ljóst er að meistarar Detroit verða að gyrða sig í brók ef þeir ætla ekki að falla úr keppni og fastlega má búast við að þeir mæti dýrvitlausir til leiks á heimavelli í næsta leik. Miami eru mjög háðir heilsu Dwayne Wade og það er alls óvíst að þeir geti unnið annan leik í röð ef bæði Shaquille O´Neal og Dwayne Wade eru að leika á hálfum styrk. Atkvæðamestir hjá Miami:Shaquille O´Neal 20 stig, Damon Jones 15 stig (6 stoðs), Dwayne Wade 15 stig, Udonis Haslem 14 stig (13 frák), Rasual Butler 12, Eddie Jones 7 stig, Alonzo Mourning 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 21 stig, Chauncey Billups 19 stig, Tayshaun Prince 11 stig, Ben Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 5 stig.
NBA Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira