Miami 3 - Detroit 3 5. júní 2005 00:01 Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum). NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum).
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira