Eto'o: Kyssi ekki merkið, læt frekar verkin tala á vellinum Ómar Þorgeirsson skrifar 28. júlí 2009 15:45 Samuel Eto'o. Nordic photos/AFP Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o. Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o var í dag kynntur fyrir stuðningsmönnum Inter eftir að félagsskipti hans frá Barcelona gengu í gegn. Framherjinn yfirlýsingarglaði lagði ríka áherslu á það í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann væri kominn til Ítalíumeistaranna á eigin forsendum, en ekki til þess að fylla skarð Zlatan Ibrahimovic sem fór í skiptunum til Barcelona og sást á fréttaljósmyndum í dag kyssa merki Katalóníufélagsins. „Ég heiti Samuel Eto'o og ber mig ekki saman við neinn annan leikmann. Fortíð mín í boltanum segir allt sem segja þarf um mig. Ég óska Ibra annars góðs gengis hjá Barca og þakka öllum hjá félaginu fyrir gott samstarf. Ég kýs hins vegar að kyssa ekki merki míns nýja félags, heldur læt ég frekar verkin tala inni á vellinum. Ég þarf að vinna traust aðdáenda Inter með því að standa mig vel í hvert skipti sem ég klæðist treyju félagsins," segir Eto'o. Eto'o lét hafa eftir sér þegar tilkynnt var um félagsskiptin að hans fyrsta markmið með Inter væri að vinna Meistaradeildina og hann stendur við þau orð. „Það sem hvetur mig áfram hjá Inter er að reyna að vinna Meistaradeildina með félaginu. Það yrði eins og að vinna keppnina í fyrra skiptið með Barca, þegar félagið var ekki búið að vinna hana í langan tíma. Ef þú nærð markmiðum sem þessum munu aðdáendur félagsins aldrei gleyma þér. Ég vill annars bara vera hluti af sigurliði og það eru þau verðlaun sem ég sækist eftir. Að vera hluti af sigurliði og vinna alla titla sem í boði er mikilvægara fyrir mér en að verða kosinn besti leikmaður heims," segir Eto'o.
Ítalski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira