Matraðarkvöld fyrir Besiktas í kuldanum í Kænugarði | Úrslitin í Meistaradeildinni | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2016 22:00 Þetta var skelfilegt kvöld fyrir Besiktas í Kænugarði. Vísir/Getty Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Benfica og Napoli tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld á kostnað Besiktas og úrslitin féllu með Arsenal-mönnum sem vinna sinn riðil. Tyrkneska liðið Besiktas þurfti bara að treysta á sjálfan sig í lokaumferð B-riðilsins en B-riðilinn var eini riðill kvöldsins þar sem var ekki ljóst hvaða lið kæmust áfram. Besiktas nægði að vinna sinn leik á móti Dynamo Kiev í Kænugarði en örlög Tyrkjanna voru grimm í kvöld. Besiktas hrundi á skelfilegum fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik þegar þeir fengu á sig tvö mörk og misstu leikmann af velli. Dynamo Kiev skoraði fyrsta mark leiksins á níundu mínútu og bætti síðan tveimur mörkum við á tveimur mínútum eftir að Andreas Beck fékk að líta rauða spjaldið. Úkraínumennirnir skoruðu alls sex mörk í leiknum og Tyrkirnir enduðu níu inn á vellinum eftir að Vincent Aboubakar fékk sitt annað gula spjald fyrir að sparka boltanum upp í stúku. Napoli vann 2-1 útisigur á Benfica á sama tíma og vann riðilinn en Portúgalarnir gátu fagnað sæti í sextán liða úrslitunum þrátt fyrir tapið.Arsenal vann 4-1 útisigur á Basel þar sem Lucas Perez skoraði þrjú fyrstu mörkin. Sigurinn skilaði Arsenal toppsæti riðilsins þar sem Paris Saint Germain náði aðeins 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Ludogorets á sama tíma. Arda Turan skoraði þrennu fyrir Barcelona í 4-0 heimasigri á Borussia Monchengladbach. Lionel Messi þurfti tvö mörk til að jafna markamet Cristiano Ronaldo (11 mörk 2015-16) í einni riðlakeppni en náði bara að skora eitt þrátt fyrir nokkur góð færi. Leikurinn skipti engu því Barcelona var búið að vinna riðilinn. Robert Lewandowski tryggði Bayern München 1-0 sigur á Atletico Madrid með marki beint úr aukaspyrnu en það breytti því þó ekki að Atletico Madrid vann riðilinn og Bayern endaði í öðru sæti. PSV Eindhoven gerði bara jafntefli á heimavelli á móti FC Rostov og náði ekki þriðja sætinu sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillBasel - Arsenal 1-4 0-1 Lucas Perez (8.), 0-2 Lucas Perez (16.), 0-3 Lucas Pérez (47.), 0-4 Alex Iwobi (53.), 1-4 Seydou Doumbia (78.).Paris Saint Germain - Ludogorets 2-2 0-1 Virgil Misidjan (15.), 1-1 Edinson Cavani (61.), 1-2 Wanderson (69.), 2-2 Ángel Di María (90.+2)B-riðillDynamo Kiev - Besiktas 6-0 1-0 Artem Byesyedin (9.), 2-0 Andriy Yarmolenko, víti (31.), 3-0 Vitaliy Buialsky (33.), 4-0 Derlis González (45.+2), 5-0 Serhiy Sydorchuk (60.), 6-0 Júnior Moraes (78.).Benfica - Napoli 1-2 0-1 José Callejón (60.), 0-2 Dries Mertens (79.), 1-2 Raúl Jiménez (88.)C-riðillBarcelona - Borussia Monchengladbach 4-0 1-0 Lionel Messi (16.), 2-0 Arda Turan (50.), 3-0 Arda Turan (53.), 4-0 Arda Turan (67.)Manchester City - Celtic 1-1 0-1 Patrick Roberts (4.), 1-1 Kelechi Iheanacho (8.)D-riðillBayern München - Atletico Madrid 1-0 1-0 Robert Lewandowski (28.)PSV Eindhoven - FC Rostov 0-0
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira