Íslendingur í Rússlandi: Hending réði því að hafa ekki verið á lestarstöðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 21:10 Mikil sorg ríkir í Rússlandi. vísir/afp Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni. Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Hending réði því að Ásgeir Halldórsson, sem búsettur er í Sankti Pétursborg, var ekki um borð í lest í neðanjarðarlestarstöðinni í borginni í dag, þar sem sprengjuárás var gerð. Hann segist fullviss um að yfirvöld hafi vitað að árás væri yfirvofandi. „Þeir hafa átt von á þessu, held ég alveg örugglega. Það er alltaf leitað í öllum töskum og ég held meira að segja að þeir hafi stoppað tvo og aftengt tvær sprengjur,“ segir Ásgeir, sem hafði viðkomu á pósthúsi á leið sinni á lestarstöðina í dag. Hann segir að ef hann hefði ekki komið þar við hefði hann verið inni á lestarstöðinni þegar árásin var gerð. „Ég held það. Hefði allavega verið í stiganum eða eitthvað. Ég fer í metro-inn tvisvar, þrisvar á dag á þessari stöð,“ segir hann.Handtökuskipun gefin út á hendur tveimur Minnst tíu létust í árásinni og tugir særðust. Hún var gerð á Sennaya Ploshchad lestarstöðinni sem er skammt frá Vetrarhöllinni, en sprengjan var skilin eftir í lestinni í skjalatösku. Tveggja manna er leitað í tengslum við árásina en þeir eru sagðir hafa sést á öryggismyndavélum skilja eftir tösku í lestinni. Í fyrstu var talið að sprengjurnar hafi verið tvær en síðar staðfestu yfirvöld að um eina sprengju, sem var full af sprengjubrotum, hafi verið að ræða. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk og hefur viðbúnaður við opinbera staði í St. Pétursborg og Moskvu verið efldur. Enginn hefur lýst ábyrgð á árásinni en Rússar en liðsmenn Íslamska ríkisins hafa hótað árásum í landinu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti var í heimsókn í heimaborg sinni St. Pétursborg þegar sprengjan sprakk. Hann var strax upplýstur um stöðu mála og fluttur úr borginni.
Tengdar fréttir Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Minnst níu eru látnir og tuttugu særðir eftir minnst eina sprengingu. 3. apríl 2017 12:40