Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 22:36 Maduro forseta hefur ítrekað verið mótmælt. vísir/epa Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00
Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19