Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Gissur Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2018 14:31 Eftirspurn eftir olíu er alla jafna minni á þessum tíma árs og því væri það fjarstæðukennt ef það myndi skila sér í lægra olíuverði. Vísir/Vilhelm Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“ Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. Áþekk lækkun hefur orð bæði vestanhafs og austan, en hversu mikið hefur olían lækkað? Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bilfreiðaeigenda: „Brent-hráolían hefur lækkað um 17 prósent það sem af er mánuðinum. Á móti kemur að gengi íslensku krónunnar hefur fallið á þessu sama tímabili gagnvart bandaríkjadal.“Runólfur Ólafsson hjá FÍB segir tregðu til verðlækkana hér á landi til marks um að íslenskir bifreiðaeigendur búa enn við fákeppni á eldsneytismarkaði.Vísir/BjörnRunólfur segir að verðlækkana á olíu hafi gætt í Danmörku að undanförnu, sem nema um 6 til 7 íslenskum krónum á hvern lítra. Hins vegar hafa ekki sést neinar breytingar á olíuverði hér á landi ennþá. Þó erfitt sé að spá nákvæmlega fyrir um það segir Runólfur að sérfræðingar telji jafnvel að lækkun síðustu daga kunni að vera nokkuð varanleg vegna birgðasöfnunar. „Við skulum alla vega vona að þetta sé komið til að vera,“ segir Runólfur. Greiningaraðilar höfðu spáð að olíuverð myndi hækka á næstu misserum, ekki síst vegna þvingunaraðgerða sem til eru komnar vegna deilna Bandaríkjanna og Írans. „En svo virðist vera sem staðan á þessum stóru mörkuðum sé betri en menn áttu von á, þannig að það kemur á móti.“ Runólfur útilokar ekki að olíuverð kunni að lækka meira, ekki síst á næstu vikum þegar alla jafna er minni eftirspurn eftir olíu. Hann segist ekki skilja hvernig olíufyrirtæki hér á landi, sem telji sig vera í samkeppni, sjái ekki sóknarfæri nú þegar olíuverð hefur lækkað „til að brýna járnin,“ eins og Runólfur kemst að orði. „En þetta sýnir okkur að við búum við fákeppni líkt og áður hefur verið.“
Bensín og olía Efnahagsmál Samgöngur Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira