Serbarnir ógnarsterkir á HM í körfubolta í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 10:30 Boban Marjanović og félagar í Serbíu hafa haft mikla yfirburði til þessa í leikjum sínum á HM í Kina. Getty/Zhong Zhi Serbía og Pólland héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína þegar keppni í milliriðlum hófst í morgun. Það var þó mikill munur á mótstöðunni sem liðin fengu í fyrsta leiknum í sínum milliriðli. Pólverjar voru lengstum undir á móti Rússland en 11-1 sprettur í byrjun fjórða leikhluta kom liðinu í gang og inn í leikinn. Pólverjar unnu á endanum fimm stiga sigur, 79-74, eftir spennuleik. Pólska liðið vann lokaleikhlutann 26-17. Adam Waczynski var atkvæðamestur í liði Póllands með 18 stig en Mateusz Ponitka skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. Damian Kulig var síðan með 10 stig og 7 fráköst á rúmum 15 mínútu. Mikhail Kulagin var stigahæstur hjá Rússum með 21 stig. Serbía lék sér að Púertó Ríkó í fyrsta leik sínum í milliriðlinum og hefur nú unnið alla fjóra leiki sína á mótinu með samtals 163 stigum eða með 40,8 stigum að meðaltali. Minnsti sigur liðsins var 15 stiga sigur á Ítölum. Serbía vann Púertó Ríkó í dag með 43 stiga mun, 90-47, en liðsmenn Serbíu sundurspiluðu andstæðinga sína hvað eftir annað. Serbar eru með alla sína bestu leikmenn á mótinu og þeir eru mjög sigurstranglegir á HM í ár miðað við þessa byrjun á heimsmeistaramótinu. Nemanja Bjelica (Sacramento Kings) var stigahæstur með 18 stig á rúmum 17 mínútum en risinn Boban Marjanović (Philadelphia 76ers) skoraði 16 stig á 16 mínútum og Nikola Jokić (Denver Nuggets) var með 14 stig og 10 fráköst á tæpum sautján mínútum. Það skipti engu þótt stórstjarnan Bogdan Bogdanović (Sacramento Kings) hafi aðeins hitt úr 1 af 8 skotum og endað bara með 5 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Pólland 4-0, Argentína 3-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-1.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 3-0, Ítalía 2-1, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71 Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira
Serbía og Pólland héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í körfubolta í Kína þegar keppni í milliriðlum hófst í morgun. Það var þó mikill munur á mótstöðunni sem liðin fengu í fyrsta leiknum í sínum milliriðli. Pólverjar voru lengstum undir á móti Rússland en 11-1 sprettur í byrjun fjórða leikhluta kom liðinu í gang og inn í leikinn. Pólverjar unnu á endanum fimm stiga sigur, 79-74, eftir spennuleik. Pólska liðið vann lokaleikhlutann 26-17. Adam Waczynski var atkvæðamestur í liði Póllands með 18 stig en Mateusz Ponitka skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. Damian Kulig var síðan með 10 stig og 7 fráköst á rúmum 15 mínútu. Mikhail Kulagin var stigahæstur hjá Rússum með 21 stig. Serbía lék sér að Púertó Ríkó í fyrsta leik sínum í milliriðlinum og hefur nú unnið alla fjóra leiki sína á mótinu með samtals 163 stigum eða með 40,8 stigum að meðaltali. Minnsti sigur liðsins var 15 stiga sigur á Ítölum. Serbía vann Púertó Ríkó í dag með 43 stiga mun, 90-47, en liðsmenn Serbíu sundurspiluðu andstæðinga sína hvað eftir annað. Serbar eru með alla sína bestu leikmenn á mótinu og þeir eru mjög sigurstranglegir á HM í ár miðað við þessa byrjun á heimsmeistaramótinu. Nemanja Bjelica (Sacramento Kings) var stigahæstur með 18 stig á rúmum 17 mínútum en risinn Boban Marjanović (Philadelphia 76ers) skoraði 16 stig á 16 mínútum og Nikola Jokić (Denver Nuggets) var með 14 stig og 10 fráköst á tæpum sautján mínútum. Það skipti engu þótt stórstjarnan Bogdan Bogdanović (Sacramento Kings) hafi aðeins hitt úr 1 af 8 skotum og endað bara með 5 stig.Úrslit í milliriðlum í keppni um 1. til 16. sæti á HM í Körfubolta í Kína:I-riðill Pólland - Rússland 79-74 Argentína - Venesúela (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Pólland 4-0, Argentína 3-0, Rússland 2-2, Venesúela 2-1.J-riðill Serbía - Púertó Ríkó 90-47 Spánn - Ítalía (Seinna í dag)Röð þjóða (Sigrar-töp): Serbía 4-0, Spánn 3-0, Ítalía 2-1, Púertó Ríkó 2-2Úrslit í keppni um sæti 17. til 32. sæti: Nígería - Fílabeinsströndin 83-66 Angóla - Íran 62-71
Körfubolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals Sjá meira