Sportpakkinn: Espanyol freistar þess að vinna granna sína í fyrsta sinn síðan 2009 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 16:30 Barcelona hefur ekki tapað fyrir Espanyol í 30 leikjum í röð. vísir/ap Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Keppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst í kvöld eftir jólafrí. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki helgarinnar. Sevilla er í 3. sæti og getur náð Real Madrid að stigum með sigri á Athletic Bilbao. Sevilla vann 2-0 þegar liðin mættust í Andalúsíu í lok síðustu leiktíðar en Bilbao vann Sevilla tvisvar á síðustu leiktíð, 2-0 í deildinni og 1-0 í bikarkeppninni á Ramón Sánchez Pizjuán, heimavelli Sevilla. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Stórleikur 19. umferðarinnar verður grannaslagurinn í Katalóníu þegar Espanyol fær Barcelona í heimsókn. Það er óhætt að segja að himin og haf skilji liðin að; Espanyol er í neðsta sæti með tíu stig en Barcelona er í 1. sæti með 39. Espanyol hefur aðeins unnið tvo leiki, þann seinni í lok október 1-0 gegn Levante. Sex tapleikir og tvö jafntefli er uppskeran síðan þá og liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í 18 leikjum. Barcelona er ósigrað í sjö síðustu leikjum og hefur unnið fimm þeirra. Barcelona vann 4-0 á heimavelli Espanyol á síðustu leiktíð. Lionel Messi skoraði tvö markanna og þeir Luis Suárez og Ousmane Dembélé hin mörkin. Barcelona vann á Nývangi, 2-0, með tveimur mörkum frá Messi. Síðasti sigur Espanyol á Barcelona kom í nóvember 2009; 2-1 urðu úrslitin. Barcelona hefur ekki tapað í 30 síðustu leikjum gegn grönnum sínum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig fimm. Gamli varnarmaðurinn hjá Barcelona, Abelardo Fernández, tók við Espanyol í lok desember. Hann er þriðji knattspyrnustjóri liðsins á leiktíðinni. David Gallego var rekinn 7. október og Pablo Machín 22. desember. Leikurinn er annað kvöld klukkan 20:00, beint á Stöð 2 Sport 2. Þegar sá leikur byrjar gæti Real Madrid verið komið á toppinn. Real fer í stutta ferð til Getafe. Real hefur oft farið illa með granna sína en liðin gerðu markalaust jafntefli á síðustu leiktíð. Getafe hefur spjarað sig vel í deildinni á leiktíðinni, er í 6. sæti, sjö stigum á eftir Real Madríd. Þeir töpuðu ekki í sjö leikjum í röð þar til í síðustu umferð þegar Villarreal vann 1-0. Leikur Getafe og Real Madríd hefst klukkan 15:00 á laugardag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jafnteflin hjá Atlético Madrid gætu reynst afdrifarík í lok leiktíðar. Í 18 leikjum í deildinni eru jafnteflin átta. Sem fyrr er varnarleikurinn traustur. Liðið hefur aðeins fengið á sig ellefu mörk, fæst allra liða í deildinni. Það gengur verr að skora. Liðið hefur aðeins skorað 20 mörk en til samanburðar hefur Barcelona skorað 47 mörk í deildinni í vetur. Atletico mætir Levante klukkan 17:30 á morgun á Stöð 2 Sport 4. Á þarsíðustu leiktíð vann Atletico Madríd 5-0 á útivelli og 3-0 á heimavelli en á síðustu leiktíð gerðu liðin 2-2 jafntefli á heimavelli Levante en Madrídarliðið marði sigur á heimavelli 1-0, þá skoraði Antoine Grizeman úr vítaspyrnu. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Borgarslagur í Barselóna
Sportpakkinn Spænski boltinn Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn