Samtök kvikmyndagagnrýnenda verðlaunuðu Hildi Guðnadóttur Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 05:38 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur. Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hreppti verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Bandaríkjunum í nótt fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Verðlaunin í nótt voru þau sjöttu sem Hildur hefur hlotið fyrir tónlistina í Joker en áður hafði hún verið verðlaunuð á Golden Globe-hátíðinni og er tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna. Síðar í dag verða tilnefningar til Óskarsverðlauna kunngjörðar en teljast verður afar líklegt að hún hljóti tilnefningu miðað við velgengnina á öðrum verðlaunahátíðum. Hildur er einnig tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl en áður hafði hún hlotið Emmy-verðlaunin fyrir þá tónlist. Aðalstef myndarinnar er leikið á selló, sem er aðalhljóðfæri Hildar, en leikstjóri myndarinnar, Todd Phillips, hefur lýst því hvernig sellóleikur Hildar hjálpaði þeim að skapa eina eftirminnilegustu senu myndarinnar. Um er að ræða senu þar sem Arthur Fleck, sem síðar verður hið alræmda illmenni Jokerinn, stígur dans á baðherbergi eftir að hafa myrt nokkra í neðanjarðarlest. Phillips sagði frá vandræðunum sem hann og aðalleikari myndarinnar Joaquin Phoenix stóðu frammi fyrir þegar taka átti upp senuna á baðherberginu. Phoenix hafði stungið upp á að karakterinn hans myndi stíga dans. Það var þá sem Phillips leyfði honum að heyra sellóverkið sem Hildur hafði samið fyrir myndina. Verkið greip Phoenix samstundis sem hreyfði sig út frá tónlist Hildar. Hildur hefur sjálf greint frá því að Phoenix hefði tjáð henni að þegar hann heyrði verkið hennar þá hefði hann fyrst náð að komast að kjarna Jokersins. „Hann komst inn í hugarheim hans með hjálp tónlistarinnar. Það sést að hann hreyfir sig í takt við verkið. Við hlustuðum á það með honum í myndinni. Þetta var fyrsta senan sem ég fékk að sjá úr myndinni. Það var töfrum líkast að sjá að hann upplifði í raun sömu hreyfingar og ég upplifði þegar ég samdi verkið,“ sagði Hildur.
Bandaríkin Golden Globes Hildur Guðnadóttir Hollywood Íslendingar erlendis Óskarinn Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira