Krafa um sóttkví á fæstum áfangastaða Wizz air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 16:39 Svona lítur kortið út. Þarna hefur notandi valið Ísland sem upphafsstað og þá birtast mögulegir áfangastaðir í ólíkum litum. Skýringar eru til vinstri á síðunni. Wizz Air Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað. Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air var það umsvifamesta í flugi til og frá Íslandi í byrjun mánaðar en síðustu daga hefur dregið nokkuð úr Íslandsflugi félagsins. Þetta kemur fram á vef Túrista. Wizz Air hefur tekið í notkun gagnvirt kort á heimasíðu sinni þar sem sjá má takmarkanir vegna kórónuveirunnar á áfangastöðum flugfélagsins. Flugáætlun Wizz air gerir ráð fyrir ferðum til Keflavíkurflugvallar frá sjö löndum. Ef maður velur Keflavíkurflugvöll sem brottfararstað birtast þeir áfangastaðir sem eru í boði með beinu flugi Wizz air. Staðirnir eru ellefu en fimm þeirra eru í Póllandi. Pólverjar eru langstærsti hópur innflytjenda hér á landi. Wizz flýgur frá Keflavík til London, Dortmund, Mílanó, Vínar, Ríga og Búdapest til viðbótar við pólsku borgirnar Gdansk, Katowice, Kraká, Varsjá og Wroclaw. Reglur og takmarkanir á landamærum eru breytilegar eftir löndum. Með kortinu, sem uppfæra á að morgni hvers dags, má sjá takmarkanir í hverju landi fyrir sig. Vissara er að skoða kortið daglega enda von á örum breytingum á tímum kórónuveirunnar. Við blasir að á tíu af ellefu áfangastöðum Wizz Air eru engar hertar aðgerðir á landamærum. Aðeins í Búdapest í Ungverjalandi þurfa farþegar að fara í sóttkví við komu. Í hinum löndunum þurfa Íslendingar ekki að fara í sóttkví. Við komuna aftur heim til landsins þurfa hins vegar allir að fara í sjö daga heimkomusmitgát eða fjórtán daga sóttkví. Uppfært klukkan 16:43 Bretar hafa ákveðið að setja Ísland á rauðan lista frá og með laugardeginum. Farþegar með Wizz air til London (Luton) þurfa því að fara í sóttkví við komuna þangað.
Samgöngur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira