Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2020 15:01 Fljótlega eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst tók gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum að veikjast. Þannig kostaði hver evra mest 165 í október þegar krónan var veikust. Undanfarnar vikur hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og nú kostar hver evra 153 krónur. Vísir/Vilhelm Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar. Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson. Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Allt frá því kórónuveirufaraldurinn skall á hefur gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum veikst sem þýðir að fólk og fyrirtæki hafa þurft að greiða fleiri krónur fyrir evrurnar, dollarana og pundin. Seðlabankastjóri hefur undanfarna mánuði sagt eðlilegt að krónan gæfi eftir við þessar aðstæður en frá lokum nóvember hefur hún hins vegar tekið að hressast. Jón Bjarki Bentson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðsnúninginn hafa verið hraðan. Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir aukna bjartsýni vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar undanfarnar nokkrar vikur. „Við erum komin með evruna niður úr 165 krónum í 153 krónur og bandaríkjadal niður úr 139 krónum í 126 krónur. Þannig að við erum að sjá hreyfingu upp á sjö til átta prósent. Það fer svolítið eftir gjaldmiðlum,“ segir Jón Bjarki. Þetta sé ekki vegna aukinna inngripa Seðlabankans. Bankinn hafi haldið sig við sín reglulegu inngrip með sölu á þremur milljónum evra á morgnana. „Í síðustu viku brá svo hins vegar við þegar styrkingin var hvað hröðust að þá kom Seðlabankinn inn og keypti evrur. Sem þeir hafa ekki gert frá því í júní,“ segir Jón Bjarki.Bankinn hafi greinilega talið þörf á að draga úr sveiflunni á gengi krónunnar. Allt frá upphafi kórónuveirufaraldursins hér á landi hefur verð á erlendum gjaldmiðlum farið hækkandi þar til það tók að lækka á ný fyrir nokkrum vikum. Það sé erfitt að festa fingur á ástæðum styrkingar krónunnar nú. Það hafi t.a.m. komið jákvæðar fréttir af fjárfestingum inn í landið að undanförnu. „En ekki minna máli skiptir að það eru jákvæð tíðindi af bóluefni og hugsanlegum niðurlögum kórónufaraldursins,“ segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Þá gæti verið að margir þeirra sem setið hafi á gjaldeyri hafi ákveðið að skipta honum í krónur áður en krónan styrktist enn meira. Þá ætti þessi þróun að leiða til lækkunar á innfluttri vöru. „Gangi þessi styrking ekki til baka að verulegu leyti mun verðþrýstingur minnka umtalsvert núna þegar líður á veturinn. Þannig að þetta eru jákvæðar fréttir fyrir verðbólguna svo langt sem þær ná,“ segir Jón Bjarki Bentson.
Íslenska krónan Neytendur Efnahagsmál Verðlag Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira