„Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. apríl 2020 21:00 Elfar Árni Aðalsteinsson raðaði inn mörkum fyrir KA á síðustu leiktíð. vísir/bára Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Geir Kristinn Aðalsteinsson, formaður Íþróttabandalags Akureyrar, segir að margir íbúar bæjarins taki við sér þegar byrjað er að tala um að sameiningu stærstu íþróttafélög Akureyrar; Þór og KA. Mörg félög berjast í bökkum þessar vikurnar og á Akureyri er ástandið erfitt eins og alls staðar annars staðar á landinu. Geir var í viðtalinu í Sportinu í dag þar sem hann fór yfir stöðuna á Akureyri með Henry Birgi Gunnarssyni. „Þetta eru eins og trúarbrögð. Þegar þú ferð að minnast á að sameina eitthvað í Þór og KA þá fer hálfur bærinn upp á afturlappirnar,“ sagði Geir. „Við erum með samstarf í dag í kvennafótboltanum og kvennahandboltanum þar sem Þór og KA reka saman þessi félög.“ Hann bendir á það að ekki er langt síðan félögin voru sameinuð í handboltanum. „Það er ekki langt síðan að Akureyri handboltafélag var og hét og slitnaði upp. Það voru skiptar skoðanir í bænum um þá ákvörðun. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun en menn höfðu sín rök í þeim efnum, hvort sem þau rök haldi enn í þessu ástandi. Það er gríðarlega erfitt að reka deildirnar í dag.“ „Félögin eru að tapa mikið af tekjum út af mótahaldi og út af mannfögnuðum. Það er miklu erfiðara að sækja styrki til fyrirtækja og svo framvegis. Ég held að það sé best að segja sem minnst, í minni stöðu, um Þór og KA. Ég held að menn séu fyrst og fremst að horfa á þessi minni félög og gera Þór og KA og stærri félög að þessum fjölgreinafélögum,“ sagði Geir áður en hann útskýrði það nánar. Það má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Geir formaður ÍBA um KA og Þór Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Akureyri KA Þór Akureyri Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira