Lokuðu dyrunum í síðasta sinn eftir erfitt rekstrarár Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2021 17:00 Stórkaup fluttu í Faxafenið árið 2001 en fyrir það hafði verslunin heitið Bónusbirgðir allt frá stofnun árið 1996. Já.is Verslunin Stórkaup í Skeifunni hefur lokað dyrum sínum í seinasta sinn. Allir fjórtán starfsmenn verslunarinnar missa vinnuna en fjórir til sex ganga í önnur störf að sögn framkvæmdastjóra Olís. Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“ Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Reksturinn hefur verið hluti af Olís eftir að olíufélagið sameinaðist smásölurisanum Högum árið 2019 en verslunin hefur verið rekin í um 25 ár. „Þetta er verkefni sem við fengum frá Hagkaup á sínum tíma. Markmiðið var að blása lífi í þetta en rekstraraðstæður á síðasta ári voru því miður með þeim hætti að við töldum okkur ekki fært að halda þessum rekstri óbreyttum áfram. Niðurstaðan var sú að við ákváðum að loka,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Olís og vísar þar einkum til áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru. Jón Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri Olís.Vísir/vilhelm „Þetta er búið að reynast fyrirtækjum mjög erfitt ástand og þessi hluti í okkar verslunarstarfsemi var bara ekki að ganga upp.“ Allt að tæmast Síðustu daga og vikur hefur verið unnið að því að skila vörum verslunarinnar til birgja og selja restina á sérstakri rýmingarsölu. „Það er ekkert orðið eftir þannig að það verður lokað þarna sennilega á morgun eða fyrir helgi,“ segir Jón. Skömmu eftir samtal hans við fréttamann var tilkynnt á Facebook-síðu Stórkaupa að hún yrði ekki opnuð aftur á morgun. Jón bætir við að hluti vöruúrvalsins muni flytjast yfir í Hagkaup Skeifunni þar sem fólk geti áfram verslað valdar vörur. Það var orðið tómlegt um að litast á síðustu dögum verslunarinnar.Stórkaup Þessum kafla lokið Jón vill ekki kannast við að tilkoma Costco árið 2017 hafi haft mikil neikvæð áhrif á rekstur Stórkaupa. Báðar verslanirnar sérhæfa sig meðal annars í því að selja matvörur í magnpakkningum sem nýtast ekki síst veitingaaðilum og öðrum rekstraraðilum. Hann segir að hugmyndin með tilfærslu Stórkaupa til Olís hafi verið að samþætta verslunina rekstrarvörustarfsemi Olís en ólíkt Olís einblíndi Stórkaup meira á matvöru og þjónustu við veitingaaðila. „Ástandið á síðasta ári kippti því miður fótunum undan þeim áformum þannig að við ákváðum að loka þessum hluta og einbeita okkur að okkar rekstrarvörusölu en þessum kafla er lokið.“
Verslun Bensín og olía Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira