„Ef City tapar skal ég fara að hugsa um fernuna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 09:57 Jürgen Klopp stappar stálinu í sína menn. Michael Regan - The FA/The FA via Getty Images Jürgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eiga enn möguleika á að vinna fernuna frægu eftir sigur liðsins gegn Chelsea í úrslitum enska bikarsins í gær. Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Klopp viðurkennir þó að það verði að teljast ólíklegt að liðinu takist að gera hið ómögulega, enda sé þeirra helstai keppinautur, Manchester City, með þriggja stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni þegar tvær umferðir eru eftir. City mætir einmitt til leiks í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið sækir West Ham heim, en Klopp segist ekki einu sinni ætla að hugsa um möguleikann á fernunni nema bláklæddir Manchester menn tapi í dag. „Möguleikinn á fernunni er til staðar ef þú vilt,“ sagði þjóðverjinn við blaðamann sem bar upp spurningu um hana eftir að Liverpool tryggði sér enska bikarinn í gær. „En hann er líka ekki til staðar út af því hvernig staðan í deildinni er.“ „Eins og staðan er núna er City með þriggja stiga forskot á okkur og með plús sjö í markatölu á okkur.“ „Þannig að ef þeir vinna á morgun [í dag], með fullri virðingu fyrir West Ham, segjum að þeir vinni 4-0. Þá er munurinn orðinn sex stig áður en við náum að spila á móti Southampton og ellefu marka munur í markatölu.“ „Þá þurfum við að vinna báða okkar leiki og þeir að tapa lokaleiknum sínum. Við skulum sjá hvað gerist hjá þeim. Ef City tapar á móti West Ham skal ég fara að hugsa um fernuna. Ef ekki, þá tökum við stöðuna og höldum áfram.“ „Það er algjörlega magnað að við getum verið að tala um fernuna. Það er klikkað,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira