Ekkert ofbeldi á borði lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 12:08 Þjóðhátíðarhöld fóru nokkuð vel fram í gærkvöldi og nótt, að mati lögreglu. Vísir/Vilhelm Ekkert ofbeldisbrot rataði inn á borð lögreglunnar í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og nótt. Lögregla segir þjóðhátíðarhöld hafa farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega. Á Akureyri var nóttin rólegri en oft áður en mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík. Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði. Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Þrátt fyrir að mikill fjöldi sé saman kominn í Vestmannaeyjum til að halda upp á þjóðhátíð var nóttin róleg hjá lögreglunni þar í bæ. Lögreglustjórinn segir það ánægjulegt. „Það sem ber auðvitað hæst er að það eru í raun engin ofbeldisbrot sem komu inn á borð hjá lögreglu síðasta sólarhringinn, sem er mjög ánægjulegt,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Tólf einstaklingar voru lærðir fyrir fíkniefnabrot. Í einu tilfelli var lagt hald á talsvert magn fíkniefna, en önnur mál voru talin minniháttar. Þá var einn kærður fyrir ölvunarakstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Grímur segir að það sé nokkuð óvanalegt fyrir þjóðhátíðarhelgina að lögregla fái engin ofbeldismál inn á sitt borð. „Það er auðvitað svo sem þekkt að menn eru að kítast og takast á þegar færist fjör í leikinn.“ Óhætt sé að segja að minna hafi verið að gera en oft áður á föstudeginum á þjóðhátið. „Þetta bara fer rosa vel af stað og mjög ánægjulegt í rauninni. En þetta er bara rétt að byrja og maður reynir nú að vera rólegur,“ segir Grímur. Grímur Hergeirsson er lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.Skjáskot Nokkuð prúðmannlegt á Akureyri Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. „Það var svona tiltölulega rólegt, svona miðað við oft áður um þessa helgi. Gærdagurinn og nóttin var svona á köflum erilsöm en svo sem ekkert stórt hjá okkur,“ segir Aðalsteinn Júlíusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Lögregla hafi þó brugðist við hópamyndun fyrir utan Sjallann, en tekist hafi að leysa úr því áður en til slagsmála kom. Eins brutust út slagsmál á ráðhústorgi, auk þess sem ráðist var á dyravörð. Þá hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem höfðu ekki aldur til áfengisneyslu. „Svona heilt yfir má kannski segja að menn hafi verið að skemmta sér svona prúðmannlega, en það var talsverð ölvun eða vímuefnanotkun.“ Sjö gistu fangageymslur í bænum Þó margir séu á faraldsfæti um helgina og haldi í átt frá Reykjavík var mikið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar þar var mikið um ölvun og óspektir í nótt, en sjö gistu fangageymslur lögreglunnar. Þeirra ám eðal var kona sem kastað hafði öli yfir dyraverði skemmtistaðar. Þegar lögregla hafi svo ætlað að ræða við hana hafi hún misst stjórn á skapi sínu og ítrekað reynt að sparka í og bíta lögreglumenn. Þá var maður handtekinn vegna líkamsárásar, en dyraverðir voru með hann í taki þegar lögreglu bar að garði. Eins var tilkynnt um slagsmál á skemmtistað í Breiðholtinu, þar sem sex til sjö manns tókust á. Mannskapurinn hafi þó róast þegar lögreglu bar að garði.
Lögreglumál Vestmannaeyjar Akureyri Reykjavík Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Mikið um óspektir og sjö gistu fangageymslu Mikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og sjö gistu fangageymslur, þar á meðal kona sem hafði ítrekað reynt að sparka og bíta í lögreglumenn. 30. júlí 2022 07:53