Tölum um samgöngukostnað Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Sjá meira
Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar