„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2023 17:36 Björgunarsveitir létu þau sem sátu föst síga niður. Vísir/Andrew Davies Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“ Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Það brast skyndilega á með miklu hvassviðri í Hlíðarfjalli um dag sem hafði þær afleiðingar að Fjarkinn, önnur stólalyfta svæðisins, réði ekki við vindinn. „Við bara köllum út viðbragðsaðila og förum að vinna í það að fara í neyðarkeyrslu með lyftuna og sjá hvernig það gengur. Vírinn fer út af lyftunni og þá er ákveðið að tæma lyftu,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Björgunarsveitarmenn í Hlíðarfjalli síðdegis í dag.Vísir/Tryggvi Páll Þá voru björgunarsveitir kallaðar út samkvæmt viðbragsáætlun. 21 skíðakappi sat fastur í stólunum. Þar á meðal var ástralski ferðamaðurinn Andrew Davies, sem er á ferð um Ísland með syni sínum. Þeim varð ekki meint af því að sitja fastir. „Allan tímann sem við erum þarna erum við þétt við hvort annað, reyna að halda hita á okkur. Við erum heppin í dag því að hitastigið var ekki svo lítið, jafn vel þótt vindurinn hafi verið mikill. Það var vindkæling en það var ekki svo slæmt, þannig að okkur leið ekkert svo illa,“ segir Andrew í samtali við fréttastofu. Andrew Davies og sonur hans, fastir í Fjarkanum.Vísir/ Andrew Davies Hann reiknar með að hafa verið fastur í á þriðja tíma, en hafði þó ekki miklar áhyggjur. „Við sáum að það var nóg af fólki á leið upp og niður á snjósleðum svo að við sáum að það var eitthvað að gerast, þannig að okkur leið ekki eins og við værum ein. Ég ætla ekki að segja að við höfum ekki litið niður og hugsað hvort ég gæti dottið niður, myndi ég lifa það af? Ég hugsaði í versta falli myndi ég fótbrotna en verri hlutir en það geta gerst,“ sagði hann. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað útVísir/Andrew Davies Björgunaraðgerðir gengu vel en strandaglóparnir voru látnir síga niður. Engum varð meint af. „Það var enginn sem hlaut skaða af, enginn sem þurfti áfallahjálp. Það var einn sem að var orðinn kaldur en ég held að allir hafi braggast vel,“ segir Brynjar Helgi. Sjálfur segist Andrew vera kominn með góða sögu til að segja þegar hann kemur heim „Ég er með ævintýri til að segja frá. Ég er með nokkrar myndir til að sýna fjölskyldunni minni þegar ég kem heim.“
Veður Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Lögreglumál Akureyri Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira