Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 19:40 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að öllu leyti. Stöð 2/Egill Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans. Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09
Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01