Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 14:51 Guðlaugur Þór segir Skerjafjörðinn eina fárra ósnertra strandlengja í borginni. Því megi ekki raska ró náttúrunnar þar. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“ Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“
Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01