Bæjarbúar ekki bognir heldur brotnir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. janúar 2024 19:48 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir stöðuna sem upp er komin hörmulega. Hörmulegt sé að horfa upp á húsin verða eldinum að bráð. Hús Fannars stendur við Austurhóp og er eitt þeirra húsa sem hraunið flæðir í átt að. Hann segir íbúa Grindavíkur ekki bogna heldur brotna eftir það sem á hefur gengið. Nú treysti hann á yfirvöld að grípa hratt til aðgerða. „Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri. Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
„Jú jú, það er eitt af þeim húsum sem eru framarlega í röðinni ef hraunið heldur áfram,“ sagði Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir algjöra kúvendingu hafa orðið hvað varðar festu og öryggi heimilanna í kjölfar rafmagns- og heitavatnsleysis. Ekki sé bara um fasteignir að ræða heldur búslóðir og minningar íbúa. Fannar segir bæjarbúa ekki lengur bogna heldur brotna. „Þetta eru ömurlegir tímar núna og bætist við ömurlegt ástand sem var fyrir. Við höfum ekki getað verið heima hjá okkur eiginlega í tvo mánuði, nema tiltölulega fáar fjölskyldur,“ segir Fannar. Hann treystir á styrkan stuðning landsmanna og ríkisstjórnarinnar. „Nú liggur mikið á að hraða öllum aðgerðum.“ Verið að skoða hraunkælingar sem möguleika Víðir Reynisson segir jákvætt að varnargarðarnir hafi hjálpað til við að beina hrauni, sem annars hefði farið í átt að bænum, til vesturs og þannig frá bænum. „Ýmislegt hefur gengið vel í dag en þetta er búið að vera þungu dagur fyrir Grindvíkinga og við finnum verulega til með þeim.“ Hver eru næstu skref hjá Almannavörnum í nótt og á morgun? „Það er að halda áfram í byggingu varnargarðanna, meta hvað við getum gert ef hraunstraumurinn heldur áfram að renna inn í bæinn. Hvort hægt sé að grípa til hraunkælinga, við erum búin að vera að skoða það. Hugsanlega varnargarða eða leiðigarða inni í bænum. Það er allt í skoðun hvernig við björgum sem flestum verðmætum.“ Hafið þið heyrt um einhver verðmæti sem urðu eftir í bænum? „Ég held að Grindvíkingar eigi mörg verðmæti í bænum. Bæði í persónulegum munum og öðru. Og þó margir hafi tekið það í burtu þá var það bara brot af því sem þarna er.“ Tíminn dregur úr líkum á annarri sprungu Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekki hægt að segja til um hve lengi gosið varir. Gosið sé ekki jafn kröftugt og það sem varð þann 18. desember síðastliðinn. Tíminn muni leiða í ljós hvað koma skal. „Svona gos getur staðið miklu lengur en það gos [við Sundhnúksgíga] gerði,“ segir Magnús aðspurður hvort stærð gossins geti haft áhrif á lengd þess. Hann segir stærð gossins ekki hafa áhrif á lengd þess, en talað er um að stærð þessa goss sé um fjórðungur þess sem varð í Sundhnúksgíga í desember. „Ef við skoðum bara gosin í Fagradalsfjalli,“ segir Magnús. Hann segir að reikna megi með að draga muni úr hraunflæði eftir einn til tvo daga af gosinu. „Við vitum það hins vegar á morgun hvað í stefnir. Eftir því sem tíminn líður verði sú sviðsmynd að önnur sprunga opnist í bænum ólíklegri.
Grindavík Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Lögreglumál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira