Þurfti að dúsa ein í dimmri lyftu þar til rafmagn komst aftur á Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. janúar 2024 20:00 María Björk festist í lyftu á heimili sínu í rafmagnsleysinu í Reykjavík í dag. Aðsend María Björk Lárusdóttir lenti í óhugnanlegu atviki í rafmagnsleysinu sem varð í Reykjavík í dag en þó ekki í umferðinni. Hún festist í lyftu á leið sinni heim og þurfti að dúsa þar í hálfan klukkutíma. María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
María stytti sér stundir við að lesa um rafmagnsleysið og umferðarteppurnar ásamt því að deila reynslu sinni í lyftunni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter. Ég ein er föst í lyftu í rafmagnsleysi. Ef þetta verða mín hinstu tweet þá vil ég að þau verði innrömmuð og hengd upp í Perlunni.— María Björk (@baragrin) January 25, 2024 Hún segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi verið áhugaverð lífsreynsla. „Ég var að koma heim, ég bý á fimmtu hæð, og fór í lyftuna úr bílakjallaranum og svo stöðvaðist hún frekar harkalega og ljósið fór. Svo las ég bara á Vísi að það væri rafmagnslaust,“ segir María. Hún bætir við að henni hafi fundist rétt að láta fylgjendur sína vita af hremmingum sínum og harmar það að hafa ekki komið með nesti. Misvinaleg viðbrögð „Þetta var dálítið skerí. Ég hef ekki verið föst í lyftu áður en ég hringdi bara í neyðarnúmerið sem er í lyftum og þar svaraði einhver, kannski ekkert vinalegasti maður, en hann er kannski meira vanur að fá svona símtal. Hann ætlaði að senda til mín mann. Hann spurði mig fyrst hvort ég gæti opnað hurðina og ég sagði: „Nei, ekki alveg.“ Hann svaraði reyndar bara: „Já hvað?“ þegar ég hringdi,“ María komst þó á endanum úr lyftunni þegar rafmagn kom aftur á. Hún þurfti þó á aðstoð viðbragðsaðila að halda til að opna lyftudyrnar. „Það leið þarna einhver hálftími á meðan ég var að lesa mér til um rafmagnsleysið og umferðina og svo kom einhver maður. Eiginlega á sama tíma og hann kom þá kom rafmagnið aftur á. Hann þurfti samt að aðstoða mig við að opna, lyftan skaddaðist eitthvað í þessu rafmagnsleysi,“ segir hún. „Þetta leystist á endanum. En dramatískar þrjátíu mínútur,“ Hún tekur fram að hún ætli sér að halda sig við stigann að minnsta kosti í bili. Á Twitter-síðu deildi María þeim lærdómi sem henni hlotnaðist af reynslunni með fylgjendum sínum. Ef maður ætlar læra eitthvað af því að festast í lyftu þá er það:a. Pissa alltaf áður en maður fer útb. Alltaf vera með eitthvað maul á sér til að stressborðac. Taka stigann— María Björk (@baragrin) January 25, 2024
Reykjavík Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira