Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. febrúar 2024 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. „Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira
„Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Sjá meira