Minnast þeirra sem hafa látist úr fíknisjúkdómi Lovísa Arnardóttir skrifar 26. mars 2024 14:18 Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Gunnar Ingi Valgeirsson eru bæði í stjórn SAF. Vísir/Steingrímur Dúi Samtök aðstandenda og fíknisjúkra (SAOF) standa fyrir minningarathöfn í Dómkirkjunni síðdegis í dag til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir fíknisjúkdómi. Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, ein stofnenda samtakanna, segir viðburðinn opinn og hefjast klukkan 17. Dagbjört segir samtökin stefna á að halda þennan dag árlega. „Frændi minn dó á þessum degi úr sjúkdómnum,“ segir Dagbjört og að þau hafi verið mjög náin. Hann hafi aðeins verið 55 ára og hlakkað til að verða afi. Það sé ástæðan fyrir því að þessi dagur, 26. mars, hafi orðið fyrir valinu. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að athöfnin í kirkjunni verði um 40 mínútur að hámarki. Eftir það verði lagðar rósir við kirkjuna fyrir hvern sem hefur fallið úr fíknisjúkdómi. Eftir það taki Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, við og flytur „örvarp“. „Hann fer með örvarp út í lofið og segir falleg orð út í kosmósið á sama tíma og við myndum hálfhring um tröppurnar,“ segir Dagbjört. SAOF eru ný samtök sem voru stofnuð seint í fyrra. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Samtökin stóðu fyrir baráttufundi í desember og stofna nú þennan árlega minningardag. Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir „Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. 9. desember 2023 19:14 Gerðist glæpamaður til að bjarga lífi sonar síns Dagbjört Ósk Steindórsdóttir byrjar hvern einasta dag á því að kíkja á símann til að athuga hvort lögreglan eða spítalinn hafi hringt í hana. Sonur hennar hefur verið í mikilli neyslu síðustu sextán árin. Hún segist óttast framhaldið og vilja sjá betri úrræði fyrir fólk í hans stöðu. 20. nóvember 2023 09:38 „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Dagbjört segir samtökin stefna á að halda þennan dag árlega. „Frændi minn dó á þessum degi úr sjúkdómnum,“ segir Dagbjört og að þau hafi verið mjög náin. Hann hafi aðeins verið 55 ára og hlakkað til að verða afi. Það sé ástæðan fyrir því að þessi dagur, 26. mars, hafi orðið fyrir valinu. Hún segir að gert sé ráð fyrir því að athöfnin í kirkjunni verði um 40 mínútur að hámarki. Eftir það verði lagðar rósir við kirkjuna fyrir hvern sem hefur fallið úr fíknisjúkdómi. Eftir það taki Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, við og flytur „örvarp“. „Hann fer með örvarp út í lofið og segir falleg orð út í kosmósið á sama tíma og við myndum hálfhring um tröppurnar,“ segir Dagbjört. SAOF eru ný samtök sem voru stofnuð seint í fyrra. Að samtökunum standa þau Gunnar Ingi Valgeirsson, sem er með hlaðvarpið Lífið á biðlista, Guðlaug Baldursdóttir og Dagbjört Ósk Steindórsdóttir, sem báðar eru aðstandendur. Samtökin stóðu fyrir baráttufundi í desember og stofna nú þennan árlega minningardag.
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál Reykjavík Viðreisn Tengdar fréttir „Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. 9. desember 2023 19:14 Gerðist glæpamaður til að bjarga lífi sonar síns Dagbjört Ósk Steindórsdóttir byrjar hvern einasta dag á því að kíkja á símann til að athuga hvort lögreglan eða spítalinn hafi hringt í hana. Sonur hennar hefur verið í mikilli neyslu síðustu sextán árin. Hún segist óttast framhaldið og vilja sjá betri úrræði fyrir fólk í hans stöðu. 20. nóvember 2023 09:38 „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Það á enginn að þurfa að bera sorgir sínar og raunir út á torg“ Aðstandendur fíkla boðuðu til mótmæla á Austurvelli í dag. Fluttar voru kröftugar ræður og kröfðust mótmælendur breytinga í kerfinu. Baulað var á heilbrigðisráðherra sem var þó ekki á staðnum. 9. desember 2023 19:14
Gerðist glæpamaður til að bjarga lífi sonar síns Dagbjört Ósk Steindórsdóttir byrjar hvern einasta dag á því að kíkja á símann til að athuga hvort lögreglan eða spítalinn hafi hringt í hana. Sonur hennar hefur verið í mikilli neyslu síðustu sextán árin. Hún segist óttast framhaldið og vilja sjá betri úrræði fyrir fólk í hans stöðu. 20. nóvember 2023 09:38
„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“ „Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 10. nóvember 2023 14:17