Andrea og Arnar langfyrst á Akureyri Sindri Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 21:11 Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir halda áfram að raka inn verðlaunum en þau urðu einnig Íslandsmeistarar í 10 km götuhlaupi í þessari viku. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR kom fyrst kvenna í mark og setti persónulegt met á Íslandsmeistaramótinu í hálfu maraþoni á Akureyri. Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla. Aðeins ein íslensk kona hefur hlaupið hálft maraþon hraðar en Andrea gerði í kvöld. Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum. Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Mótið er hluti af Akureyrarhlaupinu þar sem einnig er keppt í 5 og 10 kílómetra hlaupum. Þau Andrea og Arnar urðu einmitt Íslandsmeistarar í 10 km hlaupi í Ármannshlaupinu á þriðjudaginn. Hlaupi sem að vísu reyndist svo örlítið styttra en 10 kílómetrar. Andrea vann hálfmaraþonið í kvöld á tæplega einni klukkustund og sextán mínútum, eða 1:15:59. Hún hljóp fyrstu fimm kílómetrana á 17 mínútum og 22 sekúndum, og var á 39:05 eftir 11 kílómetra og 57:11 eftir 16 kílómetra. Andrea, sem fer ekki í hlaupaskó hér á landi án þess að vinna gull, hafði áður hlaupið hálft maraþon hraðast á 1:17:42 klukkustund og bætti sinn besta tíma því talsvert. Aðeins ólympíufarinn Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hálft maraþon hraðar, af íslenskum konum. Íslandsmet Mörthu var ekki í hættu í kvöld en það er 1:11:40 og hefur staðið frá árinu 1996. Önnur í mark í kvöld kom Halldóra Huld Ingvarsdóttir úr FH á 1:19:47 eða 3 mínútum og 48 sekúndum á eftir Andreu. Íris Anna Skúladóttir úr FH vann svo bronsverðlaun á 1:24:11. Arnar bætti Íslandsmeistaratitli í safnið Hinn sigursæli Arnar Pétursson varð Íslandsmeistari karla í hálfu maraþoni, en hann hljóp á 1:08:50 klukkustund og varð 4 mínútum og 23 sekúndum á undan næsta manni, Stefáni Kára Smárasyni, einnig úr Breiðabliki. Jörundur Frímann Jónasson úr Ungmennafélagi Akureyrar fékk brons en hann kom í mark aðeins 22 sekúndum á eftir Stefáni Kára. Í 10 km hlaupi karla vann Guðmundur Daði Guðlaugsson úr Ungmennafélagi Njarðvíkur sigur, á 34:48 mínútum. Heimakonan Anna Berglind Pálmadóttir vann 10 km hlaup kvenna á 37:40. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir vann 5 km hlaup kvenna á 17:54 mínútum og Stefán Pálsson úr Ármanni vann 5 km hlaup karla á 17:27 mínútum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira