Tónleikastöðum fækkar: „Þetta er bara sorgleg þróun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Óli Dóri hefur verið viðburðarstjóri Kex síðustu ár. Hann lætur nú af störfum með áherslubreytingum hjá Kex hostel. vísir/ívar fannar Rekstraraðilar segja togstreitu milli hótelgeirans og tónlistarbransans verða til þess að æ fleiri tónleikastaðir þurfi að víkja úr miðborginni. Þróunin sé sorgleg. Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“ Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Á Kex standa nú yfir miklar framkvæmdir sem hafa það í för með sér að tónleikarýmin þurfa að víkja fyrir hótelherbergjum. Ólafur Halldór Ólafsson, betur þekktur sem Óli Dóri, hefur verið viðburðarstjóri Kex en lætur nú af störfum. „Eigendur telja sig geta aflað meiri fjár með því að hafa hótelgistingu hér en tónleikastað,“ segir Óli Dóri spurður hvers vegna þetta sé þróunin. Hvernig leggst þetta í þig sem viðburðarstjóra? „Mér finnst náttúrulega ömurlegt að enn einn staðurinn sé að fara úr miðbænum. Þetta er það sem gerir Reykjavík að borg, það er tónlistin, menningin. Þannig mér finnst þetta bara mjög sorgleg þróun.“ Þetta eigi sér stað þrátt fyrir að mikill áhugi sé fyrir tónleikum á staðnum og góð aðsókn, en Kex er ekki fyrsti tónleikastaðurinn sem fer sömu leið. Geoffrey Þór Huntington-Williams framkvæmdastjóri Priksins, staðar sem þegar hefur breytt rekstrarfyrirkomulagi, segir skýra togstreitu vera milli hótel og skemmtanabransans í miðborginni. „Allir gera sér ferð í þetta litla hverfi þar sem það verður einhver suðupottur og einhver galdur gerist. Við sjáum samt að byltingin borðar börnin sín, vegna þess að það er verið að markaðssetja þessa staðsetningu sérstaklega til ferðamanna, sem koma inn í rýmin og kvarta undan hávaða frá tónleikastaðnum við hliðina,“ segir Geoffrey og heldur áfram: Geoffrey Huntington-Williams.vísir/ívar fannar „Ég lít nú út um gluggann og sé einn sögufrægasta tónleikastað landsins, Gamla bíó, sem á samt sem áður enn í stappi við hótel þar við hliðina.“ Hann segir Tónlistarborgina, styrktarverkefni Reykjavíkurborgar eftir heimsfaraldur, hafa komið sér vel. „Núna er búið að falla frá þessu styrktarkerfi og borgin býður ekki upp á nein ráð fyrir minni eða stærri tónleikastaði til að sækja sér styrki úr nærumhverfinu.“ Hann er samt sem áður bjartsýnn á framtíð tónlistarbransans. Á meðan ungt fólk haldi áfram að skapa verði alltaf til rými til þess að koma þeirri sköpun á framfæri. „Það er þetta gamla góða að þegar einar dyr lokast þá opnast einhverjar aðrar.“
Tónleikar á Íslandi Tónlist Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira