Fríar skólamáltíðir séu skammgóður vermir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. september 2024 12:01 Verð í mötuneytum lækkaði um 35,9% milli mánaða og er verðlækunnin að miklu leyti vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki mælst minni í tæp þrjú ár og hjaðnar á milli mánaða. Verðlækkun í mötuneytum vegna gjaldfrjálsra máltíða í grunnskólum hefur töluverð áhrif. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði telur þau eiga eftir að ganga til baka og raunar skila sér í aukinni verðbólgu. Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“ Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,4 prósent og hefur ekki verið minni síðan í desember 2021. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar lækkar vísitala neysluverð um 0,24 prósentustig milli mánaða. Af einstökum liðum í mælingunni er mesta breytingin á verði í mötuneytum sem lækkar um tæp 36 prósent milli mánaða. Þessi lækkun er að mestu til komin vegna þess að máltíðir í grunnskólum eru nú gjaldfrjálsar. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, lýsir þessari lækkun sem tæknilegu atriði. „Það sem við teljum að muni gerast er að verðbólgan færist frá mötuneytisliðnum í vísitölunni og yfir í aðra liði og það er vegna þess að ríkið greiðir nú þennan kostnað og þá hækkar verðbólga í öðrum liðum á móti. Þetta er einkiptisaðgerð þannig hún hefur áhrif núna og svo birtast þensluáhrifin á næstu mánuðum,“ segir Gunar. Háir vextir mildi áhrifin Ríkið greiðir 75 prósent af kostnaðinum við skólamáltíðir og sveitarfélög rest en framlög ríkisins á haustönn barna í ár nema ríflega 1,7 milljarði króna. Gunnar segir þetta til þess fallið að auka hallarekstur ríkisins og þá hafi heimilin nú að óbreyttu meira á milli handanna. Hvar áhrif þess birtist fari eftir því sem fólk kýs að gera við peninginn. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Það er líklegt að þau noti þann pening í aukna neyslu en það sem gæti vissulega spilað á móti eru háir stýrivextir. Þannig það gæti verið að fólk leggi þennan pening til hliðar og vissulega ef vextir á lánum þessara heimila eru að losna þá ættu þessir peningar að fara í lánin þannig að þensuáhrifin verða kannski ekki eins mikil vegna þeirra háu vaxta sem eru nú.“ Gunnar segir verðbólgutölurnar í takti við væntingar og jafnvel aðeins skárri. Óvissuþættir séu þó nokkrir. „Annað tæknilegt atriði sem við eigum eftir að sjá hvernig hefur áhrif á verðbólgu er útfærsla á fyrirhugaðri breytingu á skattlagninu á rekstri ökutækja næstu áramót. Þar telja greiningardeildir bankanna að það muni hafa veruleg áhrif til lækkunar á verðbólgu þegar þessi breyting tekur gildi.“
Efnahagsmál Verðlag Fjármál heimilisins Neytendur Íslenska krónan Grunnskólar Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira