Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2024 15:10 Stóra sprunga sem myndaðist í Grindavík eftir stóru skjálftana í nóvember í fyrra. Vísir/Einar Náttúruhamfaratrygging Íslands áætlar að kostnaður vegna jarðskjálftanna í grennd við Grindavík sem urðu tilefni til þess að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember í fyrra muni að endingu nema á sextánda milljarð króna. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um helstu verkefni stjórnvalda og mat á framtíðarhorfum vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga hefur verið dreift á Alþingi. Á sunnudaginn, 10. nóvember, verður ár liðið frá því að Grindavík var rýmd í miklum náttúruhamförum. Fæstir íbúar hafa snúið aftur heim. Á þessum tímamótum ákvað forsætisráðherra að taka skyldi saman skýrslu um náttúruhamfarirnar, helstu verkefni stjórnvalda vegna þeirra og framtíðarhorfur, en ekki verður sérstök umræða um hana á Alþingi vegna takmarkaðs fundartíma í aðdraganda kosninga. Skýrslan er umfangsmikil og heildartjónið meðal þess sem er metið. Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur það hlutverk að vátryggja húseignir, brunatryggt lausafé og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara á borð við eldgos og jarðskjálfta. NTÍ áætlar að metinn heildarkostnaður sem muni falla á stofnunina muni nema 15,4 milljörðum króna en áréttar að um þetta ríki talsverð óvissa. Þegar hefur fallið til kostnaður upp á 5,7 milljarða króna og rúmur milljarður er ógreiddur. Þá hafa 4,1 milljarður króna verið færður sem varúðarfærsla vegna tilkynntra tjóna sem óvissa ríkir um. Óvissan varðar einkum ástand á burðarfyllingum og undirstöðum á nokkrum húseignum. Ráðstöfun vegna ótilkynntra tjóna, sem nú eru metin á 3,5 milljarða króna, er jafnframt varúðarfærsla sem er reiknuð sem hlutfall af þegar tilkynntum tjónum. Þá er ráðstöfun vegna framtíðarkostnaðar alls um milljarður króna einnig varúðarfærsla. Allt það tjón sem orðið hefur á húseignum og lausafé vegna þessara atburða hefur átt sér stað innan þéttbýlisins í Grindavík og einnig nær allt það tjón sem orðið hefur á veitumannvirkjum. Eina undantekningin er rafmagnslögn í eigu HS Veitna en hún skemmdist þegar hraun rann yfir hana. NTÍ hefur haft til meðferðar 523 tjónamál vegna jarðhræringanna í Grindavík frá því í nóvember 2023. Þau skiptast þannig að 363 mál eru vegna tjóns á íbúðarhúsnæði, 87 vegna tjóns á atvinnuhúsnæði, 65 vegna tjóns á lausafé og átta vegna tjóns á veitumannvirkjum. Af þeim 363 málum sem varða húseignir er Fasteignafélagið Þórkatla, í eigu ríkisins, nú orðið eigandi 296 þeirra húseigna. Ólokið er við rúmlega 20 mál hjá NTÍ er varða húseignir sem ekki eru í eigu Þórkötlu. Fram kemur í skýrslunni að meirihluti húseigna í Grindavík er óskemmdur eða lítið skemmdur. Altjón hefur orðið á 63 húseignum í bænum. Af þeim eru 20 íbúðarhúseignir í eigu Þórkötlu, 15 íbúðarhúseignir í eigu einstaklinga eða lögaðila og 28 atvinnuhúseignir. Nær öll altjón eru vegna þess að húseign stendur á eða alveg við sprungu sem valdið hefur miklum skemmdum á burðarvirki og/eða halla, þannig að kostnaður við viðgerð er metinn hærri en vátryggingarfjárhæð. „NTÍ hefur ekki upplýsingar um að niðurrif og förgun altjónshúsa sé hafin. Slík framkvæmd er háð byggingarleyfi og er ekki á forræði NTÍ. Aðrar húseignir sem tilkynnt hefur verið um tjón á, alls 387, eru að jafnaði lítið skemmdar.“ Alls hafi NTÍ borist 65 tilkynningar um tjón á vátryggðu lausafé, mest á innbúum í eigu einstaklinga en einnig öðru lausafé, t.d. fiskafurðum. Afgreiðslu þeirra mála sé að mestu lokið af hálfu NTÍ. Metið tjón er í heild um 228 milljónir króna. NTÍ er einnig með til úrvinnslu tjón á fráveitu, vatnsveitu, götulýsingu og hafnarmannvirkjum í eigu Grindavíkurbæjar. Einnig eru til meðferðar tjón á hitaveitu og rafveitu í eigu HS Veitna. Tjónamat vegna þessara mannvirkja er langt á veg komið, ef frá eru talin hafnarmannvirkin, en þar er frumskoðun á tjóni lokið. NTÍ hefur þegar greitt rúmlega 100 milljónir króna inn á þessi tjón en endanleg bótafjárhæð mun líklega ekki liggja fyrir fyrr en um nk. áramót. Allt tjón sem tilkynnt hefur verið á veitumannvirkjum er innan Grindavíkur, ef frá er talinn rafstrengur að verðmæti um 11 milljónir króna í eigu HS Veitna sem fór undir hraun við Þorbjörn þann 14. janúar síðastliðinn. Tengd skjöl Skýrsla_forsætisráðherraPDF1.3MBSækja skjal Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. 8. nóvember 2024 14:44 Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var ekki vanhæfur til þess að fara með rannsókn banaslyss sem varð í Grindavík í janúar á þessu ári. Þetta er niðurstaða Ríkissaksóknara. 7. nóvember 2024 13:29 „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra um helstu verkefni stjórnvalda og mat á framtíðarhorfum vegna jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesskaga hefur verið dreift á Alþingi. Á sunnudaginn, 10. nóvember, verður ár liðið frá því að Grindavík var rýmd í miklum náttúruhamförum. Fæstir íbúar hafa snúið aftur heim. Á þessum tímamótum ákvað forsætisráðherra að taka skyldi saman skýrslu um náttúruhamfarirnar, helstu verkefni stjórnvalda vegna þeirra og framtíðarhorfur, en ekki verður sérstök umræða um hana á Alþingi vegna takmarkaðs fundartíma í aðdraganda kosninga. Skýrslan er umfangsmikil og heildartjónið meðal þess sem er metið. Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) hefur það hlutverk að vátryggja húseignir, brunatryggt lausafé og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara á borð við eldgos og jarðskjálfta. NTÍ áætlar að metinn heildarkostnaður sem muni falla á stofnunina muni nema 15,4 milljörðum króna en áréttar að um þetta ríki talsverð óvissa. Þegar hefur fallið til kostnaður upp á 5,7 milljarða króna og rúmur milljarður er ógreiddur. Þá hafa 4,1 milljarður króna verið færður sem varúðarfærsla vegna tilkynntra tjóna sem óvissa ríkir um. Óvissan varðar einkum ástand á burðarfyllingum og undirstöðum á nokkrum húseignum. Ráðstöfun vegna ótilkynntra tjóna, sem nú eru metin á 3,5 milljarða króna, er jafnframt varúðarfærsla sem er reiknuð sem hlutfall af þegar tilkynntum tjónum. Þá er ráðstöfun vegna framtíðarkostnaðar alls um milljarður króna einnig varúðarfærsla. Allt það tjón sem orðið hefur á húseignum og lausafé vegna þessara atburða hefur átt sér stað innan þéttbýlisins í Grindavík og einnig nær allt það tjón sem orðið hefur á veitumannvirkjum. Eina undantekningin er rafmagnslögn í eigu HS Veitna en hún skemmdist þegar hraun rann yfir hana. NTÍ hefur haft til meðferðar 523 tjónamál vegna jarðhræringanna í Grindavík frá því í nóvember 2023. Þau skiptast þannig að 363 mál eru vegna tjóns á íbúðarhúsnæði, 87 vegna tjóns á atvinnuhúsnæði, 65 vegna tjóns á lausafé og átta vegna tjóns á veitumannvirkjum. Af þeim 363 málum sem varða húseignir er Fasteignafélagið Þórkatla, í eigu ríkisins, nú orðið eigandi 296 þeirra húseigna. Ólokið er við rúmlega 20 mál hjá NTÍ er varða húseignir sem ekki eru í eigu Þórkötlu. Fram kemur í skýrslunni að meirihluti húseigna í Grindavík er óskemmdur eða lítið skemmdur. Altjón hefur orðið á 63 húseignum í bænum. Af þeim eru 20 íbúðarhúseignir í eigu Þórkötlu, 15 íbúðarhúseignir í eigu einstaklinga eða lögaðila og 28 atvinnuhúseignir. Nær öll altjón eru vegna þess að húseign stendur á eða alveg við sprungu sem valdið hefur miklum skemmdum á burðarvirki og/eða halla, þannig að kostnaður við viðgerð er metinn hærri en vátryggingarfjárhæð. „NTÍ hefur ekki upplýsingar um að niðurrif og förgun altjónshúsa sé hafin. Slík framkvæmd er háð byggingarleyfi og er ekki á forræði NTÍ. Aðrar húseignir sem tilkynnt hefur verið um tjón á, alls 387, eru að jafnaði lítið skemmdar.“ Alls hafi NTÍ borist 65 tilkynningar um tjón á vátryggðu lausafé, mest á innbúum í eigu einstaklinga en einnig öðru lausafé, t.d. fiskafurðum. Afgreiðslu þeirra mála sé að mestu lokið af hálfu NTÍ. Metið tjón er í heild um 228 milljónir króna. NTÍ er einnig með til úrvinnslu tjón á fráveitu, vatnsveitu, götulýsingu og hafnarmannvirkjum í eigu Grindavíkurbæjar. Einnig eru til meðferðar tjón á hitaveitu og rafveitu í eigu HS Veitna. Tjónamat vegna þessara mannvirkja er langt á veg komið, ef frá eru talin hafnarmannvirkin, en þar er frumskoðun á tjóni lokið. NTÍ hefur þegar greitt rúmlega 100 milljónir króna inn á þessi tjón en endanleg bótafjárhæð mun líklega ekki liggja fyrir fyrr en um nk. áramót. Allt tjón sem tilkynnt hefur verið á veitumannvirkjum er innan Grindavíkur, ef frá er talinn rafstrengur að verðmæti um 11 milljónir króna í eigu HS Veitna sem fór undir hraun við Þorbjörn þann 14. janúar síðastliðinn. Tengd skjöl Skýrsla_forsætisráðherraPDF1.3MBSækja skjal
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tryggingar Náttúruhamfarir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. 8. nóvember 2024 14:44 Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var ekki vanhæfur til þess að fara með rannsókn banaslyss sem varð í Grindavík í janúar á þessu ári. Þetta er niðurstaða Ríkissaksóknara. 7. nóvember 2024 13:29 „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. 8. nóvember 2024 14:44
Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Lögreglustjórinn á Suðurnesjum var ekki vanhæfur til þess að fara með rannsókn banaslyss sem varð í Grindavík í janúar á þessu ári. Þetta er niðurstaða Ríkissaksóknara. 7. nóvember 2024 13:29
„Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Grindavíkurbær stefnir í greiðsluþrot á næsta ári verði ekki komið til móts við bæjarsjóð að mati Grindavíkurnefndar. Bæjarstjóri segir óvissu um framlengingu ýmissa stuðningsúrræða ótæka. Innviðaráðherra segir margar stórar ákvarðanir um áframhaldandi stuðning bíða nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2024 13:10