Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 11:33 Hlaupakonan Marthe Katrine Myhre vann til fjölda verðlauna á sínum ferli. Instagram/@marthekatrine Norska hlaupakonan Marthe Katrine Myhre, sem varð meðal annars Noregsmeistari í maraþoni fimm sinnum, er látin, aðeins 39 ára gömul. „Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar. Hlaup Andlát Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
„Þetta kom sem algjört áfall á föstudaginn,“ sagði bróðir hennar, Anders Myhre, við Dagbladet. „Hún þjáðist af átröskun frá því að hún var 15 ára gömul. Það komu góðir tímar inni á milli en hún glímdi við þetta fram á síðasta dag,“ sagði bróðirinn. Marthe Katrine Myhre vann fimm Noregsmeistaratitla í maraþoni á árunum 2011-2018 og vann einnig til gullverðlauna í hálfmaraþoni og þríþraut. Hennar besti tími í maraþoni var tveir klukkutímar og 40 mínútur, og í hálfmaraþoni var hennar besti tími 1:16:58. „Hlaupin, æfingarnar og íþróttirnar voru henni allt. Hún var snemma mjög efnileg í skíðagöngu en sneri sér svo meira að langhlaupum og þríþraut,“ sagði bróðirinn Anders Myhre. „Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms“ Í frétt staðarmiðilsins Oppland Arbeiderblad í gær segir að til þess að koma í veg fyrir sögusagnir vilji fjölskyldan taka fram að Marthe Katrine Myhre hafi dáði á uppeldisheimili sínu í Hunndalen, og að læknar hafi slegið því föstu að hún hafi dáið af náttúrulegum orsökum, en þó allt of ung. Í Facebook-færslu bróður hennar sést að hann kennir átröskuninni um að systir sín hafi ekki lifað lengur. „Öll eigum við okkar líkama og þeir eru allir ólíkir. Í þínu tilviki varð þinn líkami mjög erfiður þegar þú varst 15 ára. Á örfáum vikum varðst þú fangi skelfilegs sjúkdóms,“ skrifaði bróðirinn og bætti við: „Þrjár innlagnir á sjúkrahúsi og meira en eitt ár rúmliggjandi var bara byrjunin á mörgum, mörgum erfiðum árum. Átröskun er skelfilegur sjúkdómur.“ Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Átröskun er samheiti yfir nokkra geðsjúkdóma sem lýsa sér í miklum röskunum á matarneyslu og eigin sjálfsmynd. Átraskanir hafa oft mjög alvarlegar líkamlegar afleiðingar og geta jafnvel leitt til dauða. Sálrænu áhrifin eru þó ekki síðri, þar sem sjúklingar þjást gjarnan af miklum kvíða, þunglyndi og brenglaðri sjálfsmynd. Á áttavitinn.is er hægt að lesa meira um átraskanir og hvernig hægt er að leita hjálpar.
Hlaup Andlát Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira