Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 21:02 Jón Árnason, sköpunarstjóri hjá Ennemm. Vísir/Einar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón. Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Segja má að í Ofurskálinni sé keppt á tveimur vígstöðvum; á fótboltavellinum og í auglýsingahléinu. Stórfyrirtæki tjalda öllu til í sínum Ofurskálarauglýsingum og ræsa í síauknum mæli út Hollywoodstjörnur. Matthew McConaughey var til dæmis aðalstjarnan í tveimur auglýsingum í ár og fornar hetjur rómantískra gamanmynda komu saman til að auglýsa majónes, eins og farið er yfir í innslaginu hér fyrir neðan. Jón Árnason sköpunarstjóri hjá Ennemm segir stjörnufansinn þó vandmeðfarinn. „Svo þegar allir eru komnir með stjörnur skiptir máli hverjar þú ert að velja og hvernig þú ert að nota þær. Svo eru líka fullt af frábærum auglýsingum þar sem enginn leikur sér með neinar stjörnur,“ segir Jón. Sjálfur var hann einna hrifnastur af auglýsingu Mountain Dew, þar sem söngvaranum Seal brá fyrir í líki sels. Þá hafi fyrsta ofurskálarauglýsing Nike í þrettán ár, þar sem heimsfrægum íþróttakonum var teflt fram, verið vel heppnuð. „Valdeflandi og flott, og líka ofan í þá umræðu sem er búin að vera í Bandaríkjunum með Trump og allt það.“ Sjónvarpsauglýsingar standi fyrir sínu Auglýsingapláss Ofurskálarinnar eru þau dýrustu í heimi. Fjölmiðlar vestanhafs segja að þrjátíu sekúndur í ár hafi kostað í kringum átta milljónir Bandaríkjadala, eða rétt rúman milljarð íslenskra króna. Sekúndan kostar því um 38 milljónir króna. Það er öllu feitari verðmiði en á dýrustu auglýsingaplássum sem í boði eru hér á landi; berstrípuð sekúnda í kringum Eurovision og Áramótaskaup á RÚV kostar um það bil 22 þúsund krónur, eftir því sem fréttastofa kemst næst. Og auglýsendur fá talsvert fyrir sinn snúð að mati Jóns. Sjónvarpsauglýsingar standi enn fyrir sínu á samfélagsmiðlaöld. „Þegar fólk fær að upplifa eitthvað skemmtilegt og spennandi á sama tíma, auglýsingar geta stundum tekið það hlutverk að sér. Sjónvarpsauglýsingar eru mjög sterkar á þessu augnabliki. Og fólk er oft að tala um að samfélagsmiðlar séu málið en umræðan byrjar oft á mómenti eins og sjónvarpsauglýsingu í Superbowl,“ segir Jón.
Auglýsinga- og markaðsmál Ofurskálin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira