Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 11:55 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Matthias Schrader JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans. Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Þetta sagði Vance í viðtali við Wall Street Journal en ummæli hans marka nokkuð breyttan tón, séu þau borin saman við ummæli Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, á dögunum. Viðtalið var tekið skömmu eftir að Donald Trump, forseti, lýsti því yfir að hann hefði rætt við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að friðarviðræður ættu að hefjast á næstunni. Vance sagðist telja að þar myndu nást samningar sem kæmu mörgum á óvart. Vance mun í dag funda með Vólódímír Selenskí, á hliðarlínu öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi, þar sem hann mun einnig ávarpa aðra leiðtoga í dag. Í ræðu sinni ætlar Vance að skammast út í ráðamenn í Evrópu, fyrir það að neita að vinna með popúlískum flokkum heimsálfunnar. Þeir þurfi að hætta að taka við farandfólki og láta af framsæknum stefnumálum sínum. Vance segist ætla að kalla eftir „hefðbundnum gildum“ og því að endir yrði bundinn á „glæpi“ farandfólks. „Þetta snýst um ritskoðun og fólksflutninga, um þann ótta sem ég og Trump deilum um að leiðtogar Evrópu óttist eigið fólk.“ Hann sagðist meðal annars ætla að kalla eftir því að leiðtogar stjórnmálaflokkum Þýskalands létu af banni þeirra gegn því að vinna með öfgahægriflokknum Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Sjá einnig: Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Þá sagði Vance að lýðræði Evrópu stafaði meiri ógn af farandfólki en af áróðri frá Moskvu og stjórnmálaflokkum sem studdir eru af Kreml. Sú ógn hefði verið ofmetin. Varaforsetinn ætlar einnig að lýsa yfir stuðningi við Elon Musk, sem hefur verið gagnrýndur af ráðamönnum í Evrópu fyrir afskipti af stjórnmálum í heimsálfunni og þá sérstaklega vegna stuðnings hans við AfD. Hann mun segjast sammála Musk um að draga þurfi úr flæði farandfólks til Evrópu og að væri rangt af leiðtogum heimsálfunnar að gagnrýna Musk fyrir ummæli hans.
Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Elon Musk Tengdar fréttir Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59 Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53 Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51 Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Krafa á Evrópuríkin um aukin framlög og fjárfestingar muni aðeins aukast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra segir ljóst að öll bandalagsríki þurfi að efla sína getu og varnarviðbúnar og að krafa á Evrópuríki um aukin framlög muni aukast. Þorgerður Katrín sótti fund varnarmálaráðherra NATÓ í Brussel í dag. 13. febrúar 2025 22:59
Segir Úkraínu enn á leið í NATO Úkraína mun að endingu ganga í Atlantshafsbandalagið. Þetta sagði Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, þegar þeir töluðu saman í síma í morgun en þá sagði Starmer einnig að engar viðræður um Úkraínu gætu átt sér stað án Úkraínu. 14. febrúar 2025 10:53
Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Skemmdir urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu og eldur kviknaði eftir að dróni flaug á hana í nótt. Forseti Úkraínu fullyrðir að dróninn hafi verið rússneskur og að hann hafi verið öflugan sprengiodd. 14. febrúar 2025 08:51
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. 14. febrúar 2025 06:38