Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 6. mars 2025 15:33 Pawel og Friðjón fóru yfir stöðuna í alþjóðamálunum í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Einar Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkismálanefndar Alþingis segist ekki endilega telja þörf á að flýta umræðu um umsókn Íslendinga að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sé með plan og þau fylgi því. Hann segir þó ljóst að betra sé fyrir Íslendinga að eiga í góðum samskiptum við Evrópu. „Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan. Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við græðum mest á fjölþjóðasambandi,“ sagði Pawel í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Þar voru einnig til að ræða stöðuna í alþjóðamálunum Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, og Stefán Pálsson varaborgarfulltrúi Vinstri grænna og hernaðarandstæðingur. Friðjón greip orðið í þessari umræðu og sagðist óttast það mest, í því ástandi sem er núna, að Íslendingar eigi eftir að þurfa að halla sér frekar að Evrópu en Bandaríkjunum. Varnarsamningur Íslendinga við Bandaríkin sé í gildi og Bandaríkjamenn hafi hingað til verið traustir bandamenn. Það sé samt sem áður staðreynd að innan stjórnar Trump sé að finna fólk sem fyrirlíti NATO og því gæti það endað svo að Íslendingar muni standa frammi fyrir því vali um hvort þeir eigi að treysta Bandaríkjamönnum eða Evrópu fyrir vörnum landsins. Það geti þá leitt til þess að Íslendingar „hrekjist“ inn í Evrópusambandið vegna yfirgangs Trump stjórnarinnar. „Það er eitthvað sem ég óttast en vil ekki sjá,“ sagði Friðjón. Stefán Pálsson og Sigríður Andersen eru ekki oft sammála. Vísir/Einar Sigríður sagði mikilvægt að vera í beinu talsambandi við Bandaríkin og tryggja varnarsamning Íslendinga við Bandaríkin. Þjóðaröryggi byggist þó einnig á borgaralegum innviðum. Íslendingar hafi sem dæmi styrkt samband við Norðurlönd undanfarið og það þurfi að rækta þessi sambönd samhliða. Pawel sagði þá mikilvægt að samskiptin væru góð við Bandaríkin en á sama tíma verði að styrkja samböndin við Evrópu. Heitar umræður fóru fram í þættinum um varnar- og öryggismál á Íslandi og Evrópu og stríðið í Úkraínu og vopnakaup. Hvernig sé best að koma á friði og mikilvægi á áframhaldandi stuðningi við Úkraínu. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni að ofan.
Pallborðið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Skattar og tollar Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Donald Trump Tengdar fréttir Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01 Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og vikur í heimsmálunum. Upp úr sauð milli leiðtoga Bandaríkjanna og Úkraínu í Hvíta húsinu og hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu verið sett á ís á meðan Evrópuleiðtogar þétta raðirnar og heita auknum útgjöldum til öryggis- og varnarmála. Þá er tollastríð hafið á milli Bandaríkjanna og Kanada auk Kína og Mexíkó og útlit fyrir að Evrópa gæti orðið næst. 6. mars 2025 11:01
Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. 6. mars 2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. 6. mars 2025 12:37