Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2025 15:02 Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað Steinþór Gunnarsson í Ímon-málinu svokallaða, tíu árum eftir að hann var dæmdur í sama máli í Hæstarétti. Hann hlaut þá níu mánaða dóm. Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Hrunið Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Steinþór var sakfelldur bæði í héraði og í Hæstarétti fyrir markaðsmisnotkun í starfi sínu sem þáverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans fyrir að kynna kaup Ímons á hlutabréfum í bankanum sem raunveruleg viðskipti, í miðju bankahruninu árið 2008. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 en hefur ekki verið birtur. Dómar í sama máli mildaðir Hann hlaut níu mánaða dóm á báðum dómstigum en í Hæstarétti voru sex mánuðir dómsins skilorðsbundnir. Sá dómur gekk árið 2015. Í sama máli hlutu þau Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, og Elín Sigfúsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, fangelsisdóma. Þau fengu mál sín endurupptekin fyrir Hæstarétti árið 2021 og dómar þeirra voru mildaðir verulega. Sigurjón hlaut skilorðsbundna refsingu og Elínu var ekki gerð refsing þar sem hún hafði þegar afplánað refsingu samkvæmt enduruppteknum dómi. Fór í Landsrétt frekar en Hæstarétt Steinþór fékk einnig endurupptöku í málinu en þar sem lögum hafði verið breytt þegar beiðni hans barst var málinu vísað til Landsréttar frekar en Hæstaréttar líkt og mál þeirra Sigurjóns og Elínar. Ímon-málið er eitt hrunmálanna svokölluðu þar sem dómar hafa verið enduruppteknir vegna vanhæfis Hæstaréttardómara sem dæmdu fólk í fangelsi fyrir aðkomu þess að aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008. Dómararnir voru taldir vanhæfir vegna hlutabréfaeignar þeirra í viðskiptabönkunum þremur. Í máli þessu var það hlutabréfaeign dómara í Landsbankanum sem olli vanhæfi hans. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Hrunið Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira