Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:45 Unnar Már Ástþórsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir marktæka aukningu á tilkynningum um vasaþjófnað. Erlent þjófagengi náðist á myndband láta greipar sópa í skartgripabúð á Skólavörðustíg í gær. Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt. Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Unnar Már segir auk tveggja sem handteknir hefðu verið í höfuðborginni hefðu einstaklingar verið handteknir af lögreglunni á Suðurlandi fyrir að hafa stundað vasaþjófnað á ferðamannastöðum þar. Þeir tilheyri saman hópi og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glími við þessa stundina. https://www.visir.is/g/20252715341d/tveir-galdra-menn-i-haldi Erfitt getur verið fyrir lögregluna að hafa hendur í hári þjófanna þar sem þeir koma gagngert til landsins til að stunda þessa iðju og hverfi af landi brott jafnskjótt. „Sumir komast úr landi án þess að við höfum afskipti af þeim hérna í höfuðborginni. Ég veit ekki alveg hvernig það er hjá öðrum lögregluembættum,“ segir Unnar. Auk þjófanna sem náðust á myndband í skartgripaversluninni Gullsmiðju og listmunahúsi Ófeigs barst fréttastofu einnig myndband af vasaþjófi seilast í vasa grandalauss ferðamanns við Strokk í Haukadal. „Þeir sækjast eftir skartgripum, peningum, greiðslukortum, tölvum, farsímum. Öllum þessum dýrmætu munum sem við erum með á okkur á ferðalögunum,“ segir Unnar. Hann brýnir það jafnframt fyrir fólki að láta ekki hugsanlega innbrotsþjófa vita af dvöl sinni erlendis. Það sé betur geymt til heimkomunnar að láta myndefni af ferðalögum á netið. Allt snúist þetta um að fara gætilega að. Unnar segir það mest skartgripaverslanir sem orðið hafi fyrir barði þjófanna í höfuðborginni en einnig verslanir sem sýsla með smá raftæki líkt og farsíma, heyrnartól og annað slíkt.
Verslun Reykjavík Ferðaþjónusta Lögreglumál Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels