Sport

Reykja­víkur­mara­þonið í beinni á Vísi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Enihverjir munu hlaupa mjög hratt í dag, aðrir aðeins hægar.
Enihverjir munu hlaupa mjög hratt í dag, aðrir aðeins hægar. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram í fertugasta sinn í dag og verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi. Aldrei hafa fleiri hlauparar verið skráðir til leiks né jafn mikill peningur safnast til góðgerðarmála.

Þau Ingvar Örn Ákason og Birna „MC Bibba“ Másdóttir verða á vettvangi að fylgjast með hlaupinu og ræða við hlaupara og aðra, Ingvar veður við markið og Bibba á brautinni. Ræst var í bæði maraþoni og hálfmaraþon klukkan 8:30 en honum lokað þegar skemmtiskokkið hófst.

Fleiri en sautján þúsund hafa skráð sig í hlaupið, sem er skráningarmet, en fyrra met var 15.552 árið 2014. Þá hefur söfnunarmet einnig verið slegið en þegar þetta er skrifað hafa safnast 293 milljónir sem er töluverð á bæting á metinu frá því í fyrra sem var um 250 milljónir.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá hlaupsins:

  • 8:30 - Keppnisflokkur í maraþoni og hálfmaraþoni
  • 8:40 - Almennur flokkur í maraþoni og hálfmaraþoni - Skemmtiganga í 10 km
  • 9:30 - Keppnisflokkur í 10 km
  • 9:40 - Almennur flokkur í 10 km
  • 12:00 - Skemmtiskokk

Von er á mörgum öflugum hlaupurum. Þar á meðal keppir Andrea Kolbeinsdóttir í hálfmaraþoni kvenna en hún hefur tvisvar unnið hálfmaraþonið og á annan hraðasta tímann í sögu þess og Arnar Pétursson, sem hefur margoft unnið maraþonið, keppir í hálfmaraþoni í ár.


Tengdar fréttir

Rigning og rok í methlaupi

Veðurspáin fyrir morgundaginn aftrar ekki metþátttöku í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Nú hafa yfir sextán þúsund skráð sig til þátttöku sem slær fyrra met frá árinu 2014 sem stóð í 15.552.  Siggi stormur segir að það gæti orðið allhvasst og rigning þegar flugeldasýningin fer fram um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×