Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2025 22:46 Joe Burrow er meiddur í stóru tánni. Ric Tapia/Getty Images Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals í NFL deildinni, þarf að gangast undir aðgerð á tánni vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Jacksonville Jaguars í gærkvöldi. Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun. NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Burrow haltraði af velli eftir tæklingu í öðrum leikhluta og var leystur af hólmi af reynsluboltanum Jake Browning, sem leiddi liðið til 31-27 sigurs og verður leikstjórnandi liðsins í næstu leikjum. Burrow þarf að fara í aðgerð til að laga svokallaða „turf toe“ sem hann er að glíma við, það er tognun í liðbandi stóru tánnar. Meiðsli sem má rekja til harðs undirlags á gervigrasi og gerast yfirleitt þegar fóturinn festist í grasinu. Hann er annar leikstjórnandinn sem lendir í slíkum meiðslum á tímabilinu. Brock Purdy var ekki með San Francisco 49ers um síðustu helgi eftir að hafa meiðst í tánni, en hans meiðsli eru ekki eins alvarleg og krefjast ekki aðgerðar. Óvíst er hversu lengi Burrow verður frá og þjálfari Bengals, Zac Taylor, vildi ekki lofa því að hann myndi snúa aftur á þessu tímabili. Þetta yrði í þriðja sinn sem tímabil Burrow myndi enda snemma. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu 2020 en sleit þá krossband í 11. umferð. Tveimur tímabilum síðar, eftir að hafa leitt Bengals í Ofurskálina, meiddist hann í úlnliðnum. Bengals hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leikina. Liðið mun nú leita að öðrum leikstjórnanda til að sitja á bekknum í stað Jake Browning, sem tekur byrjunarliðssætið af Burrow. Önnur umferð NFL deildarinnar klárast í kvöld. Lokasóknin gerir umferðina svo upp á Sýn Sport 2 klukkan 21:10 á morgun.
NFL Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira