Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2025 10:59 Verulegur kostnaður hefur hlotist af eldgosahrinunni við Grindavík. Ríkið hefur meðal annars keypt upp fasteignir í bænum og kostað varnargarða í kringum hann. Vísir/Vilhelm Útgjöld hins opinbera voru um 170 milljörðum króna meiri en tekjurnar í fyrra. Bein útgjöld vegna eldgosanna við Grindavík vógu þungt en þau námu yfir 87 milljörðum króna. Afkoma hins opinbera var áfram neikvæð á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn. Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Tekjuafkoman var neikvæð um sem nemur 3,7 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins 2024 samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Til samanburðar var afkoman neikvæð um rúman 101 milljarða króna árið 2023, um 2,3 prósent af vergri landsframleiðslu þess árs. Heildartekjur ríkisins og sveitarfélaga námu 1.988,6 milljörðum króna í fyrra sem nemur 43,3 prósentum af vergri landsframleiðslu. Tekjurnar jukust um 113,6 milljarða króna á milli ára á verðlag hvers árs eða um 6,1 prósent. Útgjöldin námu 2.158,4 milljörðum króna sem nemur 47 prósentum af vergri landsframleiðslu ársins. Þau jukust um 182,3 milljarða eða 9,2 prósent. Útgjaldaaukning ríkissjóðs nam 9,9 prósentum í fyrra, sveitarfélaga um 6,1 prósent og almannatrygginga um 9,1 prósent. Viðbrögð við jarðhræringunum og eldgosunum við Grindavík voru þungur baggi í fyrra. Bein útgjöld vegna þeirra voru hátt í 48 prósent af útgjaldaaukningu þess opinbera á árinu. Inni í þeim eru uppkaup ríkisins á fasteignum í Grindavík, uppbygging varnargarða auk húsnæðis- og vinnumarkaðsstuðnings. Skuldirnar nema yfir 4.100 milljörðum króna Skattar á tekjur og hagnað eru stærsti tekjuliðir þess opinbera. Þeir námu 42,7 prósentum af heildartekjum þess í fyrra. Skattar á vörur og þjónustu voru 28,3 prósent af tekjunum og jukust um 12,9 prósent á milli ára. Skattekjur jukust um 8,1 prósent í fyrra. Meirihluti útgjalda þess opinbera fer í samneysluna. Þau jukust um 7,9 prósent á milli ára og námu 1.188,7 milljörðum í fyrra. Vaxtagjöld námu 10,4 prósentum af hreinum útgjöldum hins opinbera, alls 212,2 milljörðum króna. Þau lækkuðu um 13,6 prósent á milli ára. Heildarskuldir hins opinbera námu 89,6 prósentum af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs. Þær voru alls 4.110,2 milljarða króna í fyrra og 1.562,6 milljörðum króna meiri en eignir hins opinbera. Útgjöldin drógust saman um 0,9 prósent Hagstofan birti einnig í dag áætlaða afkomu hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Hún var neikvæð um 24 milljarða króna og um tvö prósent af landsframleiðslu. Til samanburðar nam hallinn 5,8 prósentum af landsframleiðslu á sama tímabili í fyrra. Tekjur hins opinbera eru taldar hafa aukist um 7,8 prósent á milli ára á fjórðungnum en heildarútgjöld lækkað um 0,9 prósent á sama tíma. Töluverð útgjöld vegna Grindavíkur voru á öðrum ársfjórðungi í frra sem skekkir samanburðinn.
Rekstur hins opinbera Náttúruhamfarir Efnahagsmál Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira