Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Bjarki Sigurðsson skrifar 26. nóvember 2025 22:00 Heiða Björg Hilmisdóttir er borgarstjóri. Vísir/Lýður Valberg Borgarstjóri segir þéttingu byggðar í Grafarvogi mun minni en áætlað var og að hún sé ekki að forðast íbúa hverfisins. Það sé mikilvægt að hverfi borgarinnar haldi sínum sérkennum. Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Borgarstjóri hefur flakkað um hverfi borgarinnar síðustu vikur og þessa vikuna hefur hún verið í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Grafarvogsbúar voru afar ósáttir í gær þegar borgarstjóri hélt opinn fund á Kjalarnesi en boðaði ekki til fundar með Grafarvogsbúum. Ýjað var að því að hún væri að forðast íbúa hverfisins, meðal annars vegna gagnrýni á þéttingu byggðar og bílastæðaskort. Heiða segir það þó fjarri lagi. „Ef það er vilji til þess að óska eftir fundi með okkur erum við alltaf til í að skoða það. Það er auðvitað okkar hlutverk að vera í góðu samtali. Þetta var samt frábær fundur á Kjalarnesi og mikið um að ræða enda stórar hugmyndir um framtíð hverfisins nú þegar Sundabraut er að fara að tengja okkur saman. Þetta var mjög góður fundur og það komu nokkrir úr Grafarvoginum,“ segir Heiða. 476, svo 340 og nú færri en 200 Upphaflega stóð til að byggja tæplega fimm hundruð íbúðir á þéttingarreitum Grafarvogs. Eftir að 848 athugasemdir bárust frá íbúum hverfisins var dregið úr áformunum og ákveðið að byggðar yrðu 340 íbúðir. Einhverjir íbúar voru enn ósáttir og nú virðist borgarstjóri ætla að fækka þeim enn frekar, þær verða færri en tvö hundruð. „Fyrri borgarstjóri kom hér og tilkynnti með miklum bravör mikla uppbyggingu sem ekki mæltist vel fyrir. Hún þurfti að fara í lögbundið samráð og það var dregið úr henni. Það eru enn sterkar ábendingar um að íbúar séu ekki sáttir við allt og við viljum hlusta á það. Þannig við erum búin að vera að forgangsraða þannig að halda áfram með það sem er í aðalskipulagi nú þegar en reyna að komast af stað með hverfaskipulag til að gera þetta betur og nánar með íbúunum,“ segir Heiða. Mikilvægt að halda í karakterinn Hún fundaði í dag með Korpúlfi, félagi eldri borgara í Grafarvogi, en félagar lögðu áherslu á að hverfið væri mikil náttúruparadís sem ekki mætti skemma. „Við viljum svolítið halda í karakterinn í okkar hverfum. Það er líka mikilvægt fyrir Reykjavík að bjóða upp á mismunandi svo við getum fundið okkar stað. Sumir vilja geta gengið í leikhúsið, aðrir í fjöruna og sumir bæði. Við getum öll reynt að finna út úr þessu,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Samfylkingin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira