Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Árni Sæberg skrifar 2. desember 2025 16:16 Haukur Ægir er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 16. apríl síðastliðinn. Dómurinn var ekki birtur fyrr en í gær og það var gert eftir beiðni Vísis um að fá dóminn afhentan. Ekki fengust svör frá dómstólnum um ástæður þess að dómurinn var ekki birtur. Persónugreinanleg atriði hafa verið afmáð úr dóminum en af málavöxtum að dæma er ljóst að um dóm yfir Hauki Ægi er að ræða. Landsréttur þyngdi dóm skutlarans verulega Maðurinn sem hann var dæmdur fyrir að ráðast á var í janúar síðastliðnum dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Í dómi héraðsdóms var sérstaklega tekið fram að við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að í framhaldi af atvikum málsins hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hefði ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Enga slíka umfjöllun var að finna í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðastliðinn fimmtudag. Landsréttur dæmdi manninn í eins árs fangelsi og taldi, í ljósi skilorðsrofs hans á fyrri dómi og alvarleika brotsins, ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Lamdi Hauk Ægi og vinkonu hans með kylfu Nokkra athygli vakti í janúar síðastliðnum þegar Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að skutlarinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Vinkona hans er móðir stúlkunnar sem skutlarinn áreitti. Fjallað var um ákæru á hendur honum í tengslum við aðra slíka en hann var meðal fjölda sakborninga í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í desember í fyrra var hann dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir aðkomu að fíkniefnainnflutningi. Landsréttur mildaði þá refsingu verulega þann 20. nóvember og dæmdi hann í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Hélt manninum í sjö mínútur Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Haukur Ægir og konan hafi síðar tjáð lögreglumönnum að þau væru ekki hjón heldur vinir. Á vettvangi hafi lögreglumenn séð hvar Haukur Ægir hafi haldið manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Alls hafi Haukur Ægir haldið manninum í taki í sjö mínútur. Lögreglukona taldi að ekki hafi verið um morðtilraun að ræða Í niðurstöðukafla dómsins segir að búkmyndavélar lögreglumanna sem komu á vettvang hafi ekki verið ræstar fyrr en rétt eftir að skutlarinn losnaði úr taki Hauks Ægis. Lögreglukona, sem hafi komið fyrst á vettvang og lýst því að Haukur Ægir hafi verið tregur til að losa takið af skutlaranum, hafi kveðist hafa upplifað að hann hafi óttast að skutlarinn myndi ráðast á þau aftur, að minnsta kosti hafi hann sagt það þegar hún kom að og bað hann að sleppa takinu. „Hún hafi ekki upplifað að ákærði vildi drepa brotaþola. Enginn þeirra lögreglumanna er komu á vettvang og gáfu skýrslu fyrir dómi kvaðst hafa upplifað það svo að ákærði hafi viljað bana brotaþola, heldur kom fram að ákærði hafi óttast að brotaþoli myndi halda átökum áfram og jafnframt viljað tryggja að hann kæmist í hendur lögreglu.“ Að mati dómsins samræmist það ekki málatilbúnaði ákæruvaldsins um að ásetningur Hauks Ægis með hálstakinu hafi staðið til þess að taka líf skutlarans eða hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort bani hlytist af. Ekki hægt að fullyrða að Haukur hafi valdið blóðsúrnun Þá segir í dóminum hvað varðar verknaðaraðferð Hauks Ægis að hálstak sé almennt fallið til þess að skapa þeim sem fyrir slíku verður hættu. Haukur Ægir hafi sagst fyrir dómi gera sér grein fyrir því. „Hann hafi hins vegar gætt þess allan tímann að herða ekki svo að hálsi brotaþola að hann gæti ekki andað. Var framburður ákærða trúverðugur um að hann hafi heyrt andardrátt brotaþola greinilega. Þá bar brotaþoli sjálfur um að hann hafi getað andað á meðan ákærði hélt honum, en það hafi hins vegar verið erfitt. Brotaþoli bar einnig um að hann hafi streist á móti og reynt að losna úr taki ákærða allt þar til hann heyrði lögregluna koma, en þá hafi hann slakað á og misst máttinn.“ Með hliðsjón af því og framburði lögregluþjóna yrði því ekki slegið föstu að af verknaðaraðferðinni yrði ályktað að hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða banvænar. Loks segir að samkvæmt vætti þriggja lækna sem gáfu skýrslu yrði ekki talið hafið yfir skynsamlegan vafa að blóðsúrnun skutlarans hafi stafað af því að Haukur Ægir hafi með kyrkingartaki þrengt að öndunarvegi hans. Því yrði háttsemi hans ekki heimfærð sem tilraun til manndráps. Sérstaklega hættuleg líkamsárás Aftur á móti segir að sannað teljist með vísan til gagna málsins og framburða læknanna fyrir dómi að Haukur Ægir hafi beitt hættulegri aðferð í átökum sínum við skutlarann og lífshættulegt ástand hans sem skapaðist við það hafi verið afleiðing þess ásetningsverknaðar Hauks Ægis að halda honum í hálstaki í um sjö mínútur, hvort sem það var vegna andnauðar af völdum hálstaksins eða vegna þess að skutlarinn reyndi að streitast á móti. Samkvæmt því yrði lagt til grundvallar að Haukur Ægir hafi með þeirri háttsemi sem sannað er að hann hafi framið gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás en miða yrði við að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi hans til afleiðinga verknaðarins. Þá segir að dómurinn hafi hvorki fallist á sjónarmið Hauks Ægis um að hann hefði beitt neyðarvörn umrætt sinn, þrátt fyrir að skutlarinn hafi sannanlega barið hann með priki, né sjónarmið hans um að um borgaralega handtöku hafi verið að ræða. Með hliðsjón af brotaferli Hauks Ægis, alvarleika brots hans og lágs ásetningsstigs væri refsing hans hæfilega metin eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, alls 4,3 milljónir króna, og skutlaranum hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Sólheimajökulsmálið Reykjavík Tengdar fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. 3. desember 2024 13:58 „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32 „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp þann 16. apríl síðastliðinn. Dómurinn var ekki birtur fyrr en í gær og það var gert eftir beiðni Vísis um að fá dóminn afhentan. Ekki fengust svör frá dómstólnum um ástæður þess að dómurinn var ekki birtur. Persónugreinanleg atriði hafa verið afmáð úr dóminum en af málavöxtum að dæma er ljóst að um dóm yfir Hauki Ægi er að ræða. Landsréttur þyngdi dóm skutlarans verulega Maðurinn sem hann var dæmdur fyrir að ráðast á var í janúar síðastliðnum dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 11. mars 2023, í bifreið sem ók, á leið frá Hafnarstræti að ótilgreindum stað í Reykjavík, káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða og reynt að kyssa hana tungukossum. Í dómi héraðsdóms var sérstaklega tekið fram að við ákvörðun refsingar yrði litið til þess að í framhaldi af atvikum málsins hafi verið ráðist alvarlega á manninn og hann hefði ekki enn jafnað sig fyllilega af þeirri árás. Enga slíka umfjöllun var að finna í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðastliðinn fimmtudag. Landsréttur dæmdi manninn í eins árs fangelsi og taldi, í ljósi skilorðsrofs hans á fyrri dómi og alvarleika brotsins, ekki efni til að binda refsinguna skilorði. Lamdi Hauk Ægi og vinkonu hans með kylfu Nokkra athygli vakti í janúar síðastliðnum þegar Haukur Ægir ræddi atvik þau sem hér um ræðir við Frosta Logason í hlaðvarpi hans, Brotkasti. Hann sagðist vera ranglega sakaður um tilraun til manndráps og að skutlarinn hefði átt upptök að átökum þeirra með því að lemja hann og vinkonu hans með kylfu. Vinkona hans er móðir stúlkunnar sem skutlarinn áreitti. Fjallað var um ákæru á hendur honum í tengslum við aðra slíka en hann var meðal fjölda sakborninga í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. Í desember í fyrra var hann dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði fyrir aðkomu að fíkniefnainnflutningi. Landsréttur mildaði þá refsingu verulega þann 20. nóvember og dæmdi hann í tveggja ára og níu mánaða fangelsi. Hélt manninum í sjö mínútur Í dóminum segir að umrætt kvöld hafi lögregla verið kölluð til vegna slagsmála á ótilgreindum stað í Reykjavík. Á leið á vettvang hafi borist tilkynning um að um væri að ræða „skutlara“sem hefði brotið kynferðislega á stúlku sem var að koma heim, hann hefði svo ráðist á foreldra stúlkunnar og foreldrarnir héldu honum niðri utandyra. Haukur Ægir og konan hafi síðar tjáð lögreglumönnum að þau væru ekki hjón heldur vinir. Á vettvangi hafi lögreglumenn séð hvar Haukur Ægir hafi haldið manninum í kæfingartaki á bílaplani. Þeir hafi legið á jörðinni og báðir verið blóðugir. Maðurinn hafi verið alblóðugur í fram. Manninum hafi strax verið gefin skipun um að sleppa skutlaranum og lögreglumaður hafi losað takið. Maðurinn hafi verið tregur til að losa takið og sagt manninn berjast um. Skutlarinn hafi verið meðvitundarlaus, ekki svarað áreiti en gefið frá sér lágar stunur. Alls hafi Haukur Ægir haldið manninum í taki í sjö mínútur. Lögreglukona taldi að ekki hafi verið um morðtilraun að ræða Í niðurstöðukafla dómsins segir að búkmyndavélar lögreglumanna sem komu á vettvang hafi ekki verið ræstar fyrr en rétt eftir að skutlarinn losnaði úr taki Hauks Ægis. Lögreglukona, sem hafi komið fyrst á vettvang og lýst því að Haukur Ægir hafi verið tregur til að losa takið af skutlaranum, hafi kveðist hafa upplifað að hann hafi óttast að skutlarinn myndi ráðast á þau aftur, að minnsta kosti hafi hann sagt það þegar hún kom að og bað hann að sleppa takinu. „Hún hafi ekki upplifað að ákærði vildi drepa brotaþola. Enginn þeirra lögreglumanna er komu á vettvang og gáfu skýrslu fyrir dómi kvaðst hafa upplifað það svo að ákærði hafi viljað bana brotaþola, heldur kom fram að ákærði hafi óttast að brotaþoli myndi halda átökum áfram og jafnframt viljað tryggja að hann kæmist í hendur lögreglu.“ Að mati dómsins samræmist það ekki málatilbúnaði ákæruvaldsins um að ásetningur Hauks Ægis með hálstakinu hafi staðið til þess að taka líf skutlarans eða hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja hvort bani hlytist af. Ekki hægt að fullyrða að Haukur hafi valdið blóðsúrnun Þá segir í dóminum hvað varðar verknaðaraðferð Hauks Ægis að hálstak sé almennt fallið til þess að skapa þeim sem fyrir slíku verður hættu. Haukur Ægir hafi sagst fyrir dómi gera sér grein fyrir því. „Hann hafi hins vegar gætt þess allan tímann að herða ekki svo að hálsi brotaþola að hann gæti ekki andað. Var framburður ákærða trúverðugur um að hann hafi heyrt andardrátt brotaþola greinilega. Þá bar brotaþoli sjálfur um að hann hafi getað andað á meðan ákærði hélt honum, en það hafi hins vegar verið erfitt. Brotaþoli bar einnig um að hann hafi streist á móti og reynt að losna úr taki ákærða allt þar til hann heyrði lögregluna koma, en þá hafi hann slakað á og misst máttinn.“ Með hliðsjón af því og framburði lögregluþjóna yrði því ekki slegið föstu að af verknaðaraðferðinni yrði ályktað að hann hafi látið sér í léttu rúmi liggja að afleiðingarnar kynnu að verða banvænar. Loks segir að samkvæmt vætti þriggja lækna sem gáfu skýrslu yrði ekki talið hafið yfir skynsamlegan vafa að blóðsúrnun skutlarans hafi stafað af því að Haukur Ægir hafi með kyrkingartaki þrengt að öndunarvegi hans. Því yrði háttsemi hans ekki heimfærð sem tilraun til manndráps. Sérstaklega hættuleg líkamsárás Aftur á móti segir að sannað teljist með vísan til gagna málsins og framburða læknanna fyrir dómi að Haukur Ægir hafi beitt hættulegri aðferð í átökum sínum við skutlarann og lífshættulegt ástand hans sem skapaðist við það hafi verið afleiðing þess ásetningsverknaðar Hauks Ægis að halda honum í hálstaki í um sjö mínútur, hvort sem það var vegna andnauðar af völdum hálstaksins eða vegna þess að skutlarinn reyndi að streitast á móti. Samkvæmt því yrði lagt til grundvallar að Haukur Ægir hafi með þeirri háttsemi sem sannað er að hann hafi framið gerst sekur um sérstaklega hættulega líkamsárás en miða yrði við að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi hans til afleiðinga verknaðarins. Þá segir að dómurinn hafi hvorki fallist á sjónarmið Hauks Ægis um að hann hefði beitt neyðarvörn umrætt sinn, þrátt fyrir að skutlarinn hafi sannanlega barið hann með priki, né sjónarmið hans um að um borgaralega handtöku hafi verið að ræða. Með hliðsjón af brotaferli Hauks Ægis, alvarleika brots hans og lágs ásetningsstigs væri refsing hans hæfilega metin eins árs óskilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins, alls 4,3 milljónir króna, og skutlaranum hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Sólheimajökulsmálið Reykjavík Tengdar fréttir Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. 3. desember 2024 13:58 „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32 „Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur umfangsmikils fíkniefnahóps, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu svokallaða. 3. desember 2024 13:58
„Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Sólheimajökulshópurinn sem Sólheimajökulsmálið svokallaða hefur verið kennt við var spjallhópur fólks á samfélagsmiðlinum Signal þar sem árshátíðarferð var skipulögð. Þar var rætt var um að fara á Sólheimajökul. Sá hópur er ekki beinlínis sá meinti glæpahópur sem er grunaður í málinu þó að þeir innihaldi að miklu leiti sömu meðlimi. Þetta kom fram í framburði lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. 31. október 2024 12:32
„Ég tek alveg á mig það sem ég gerði, en hitt er ekki ég“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur Sólheimajökulsmálsins svokallaða, gaf sína þriðju skýrslu í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar viðurkenndi hann að hafa átt þátt í innflutningi á fíkniefnum sem voru flutt til landsins með skemmtiferðaskipinu AIDAsol. Hann segist þó ekki kannast við að hafa skipulagt innflutninginn. 30. október 2024 10:34