Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar 18. janúar 2026 10:30 Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Alþingi Sjókvíaeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um nýtt frumvarp um lagareldi hefur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ítrekað lagt áherslu á að ekki standi til að veita ótímabundin leyfi eða festa nýtingu sameiginlegra auðlinda í sessi til framtíðar. Sú afstaða hefur einnig verið skýr í stefnu Viðreisnar og í stjórnarsáttmálanum. Drög að því frumvarpi sem atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt brjóta hins vegar gegn grundvallarhugmynd Viðreisnar um tímabundin réttindi yfir þjóðareign – ekki í orði, heldur í verki. Þetta gengur jafnframt gegn yfirlýstri stefnu flokksins um að allar stórar ákvarðanir skuli teknar með vernd lífríkis að leiðarljósi og að aðgangur að náttúruauðlindum þjóðarinnar skuli ætíð vera tímabundinn. Kvótakerfi í sjókvíaeldi sett á laggirnar Í frumvarpinu er tekið upp fyrirkomulag sem kallast laxahlutur. Til að mega ala frjóan lax þarf rekstraraðili að hafa skráðan laxahlut. Sá réttur er framseljanlegur, leigjanlegur, veðsetjanlegur, hann er skráður opinberlega og bundinn við takmarkaða auðlind: íslenska firði. Þetta er sjálfstæður réttur með fjárhagslegt gildi en þar liggur tengingin við umræðuna um ótímabundin leyfi. Þótt rekstrarleyfi sjálft sé formlega tímabundið, þá lifir laxahluturinn áfram sem sjálfstæð réttareining. Lengi getur vont versnað Í dag byggir fiskeldi á sjó formlega á rekstrar- og starfsleyfum. Þau eru tímabundin á pappír og bundin skilyrðum. Í framkvæmd hefur hins vegar sjaldan verið gripið til afturköllunar leyfa, jafnvel þegar miklar og ríkar ástæður hafa verið til. Meðal annars af þeim sökum hefur lagaumhverfi þessa stóriðnaðar ekki þótt ganga upp sem skyldi og því þörf á nýrri lagasetningu sem ætti að vernda íslenska náttúru og lífríki. Drög atvinnuvegaráðherra eru hins vegar afturför frá núverandi lagaumhverfi. Með frumvarpinu er búin til sérstök réttareining – laxahlutur – sem er ekki bundin við rekstrarleyfið sjálft. Þótt rekstrarleyfi falli brott getur laxahluturinn haldist áfram, verið veðsettur, gengið kaupum og sölum og þannig fest nýtingarréttinn í sessi til frambúðar. Þurfum við nýtt kvótakerfi? Íslendingar þekkja þessa uppbyggingu. Þetta eru sömu megineinkenni og kvótakerfið í sjávarútvegi: skráður, framseljanlegur réttur yfir sameiginlegri auðlind, sem með tímanum festist í sessi, safnast á færri hendur og verður sífellt erfiðari viðfangs í pólitískri umræðu. Þótt kvótanum hafi ekki verið ætlað að mynda eignarrétt varð niðurstaðan önnur í framkvæmd. Umfang sjókvíaeldis og vernd náttúrunnar eru betur tryggð með tímabundnum rekstrarleyfum, skýrum skilyrðum og raunverulegri heimild til afturköllunar. Kvótakerfi er hvorki nauðsynlegt né eðlilegt stjórntæki í þessu samhengi. Þvert á móti hefur það alvarlegar afleiðingar: með því að gera nýtingarrétt framseljanlegan og veðsetjanlegan er verið að læsa sjókvíaeldi inni til framtíðar. Þegar slíkur réttur hefur fjárhagslegt gildi og gengur kaupum og sölum skapast skuldbindingar og bótaskylda. Þá verður sífellt erfiðara fyrir stjórnvöld að draga úr eða stöðva starfsemina síðar – jafnvel þótt umhverfissjónarmið krefjist þess. Laxahluturinn breytir tímabundnu leyfiskerfi í varanlegt réttindakerfi, hvort sem rekstrarleyfi séu tímabundin eða ótímabundin. Hann færir áhættuna frá fyrirtækjunum yfir á ríkið og skattgreiðendur. Ef vilji stjórnvalda er raunverulega að forðast ótímabundin leyfi og halda fullu pólitísku svigrúmi til að draga úr eða stöðva sjókvíaeldi í framtíðinni er leiðin alveg örugglega ekki sú að gefa íslenska firði til norskra kauphallarfyrirtækja til frambúðar einsog núverandi frumvarpsdrög mæla fyrir um. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmaður IWF.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun