Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar 20. janúar 2026 09:32 Í fyrstu fannst mér oggulítið sætt þegar reynsluboltar í kennaraliði landsins klöppuðu reiðum kollegum sínum á axlirnar og sögðu þeim að láta ekki hugfallast þótt nýi menntamálaráðherrann léti svona, best væri að tækla hann eins og baldinn nemanda. Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ráðherrann færðist bara í aukana og innan fárra daga (eiginlega bara einnar helgar) hafði hann látið hafa eftir sér svo mörg dæmi óheiðarleika og offors að mér var eiginlega öllum lokið. Ef Inga Sæland væri nemandi, væri strax komið að foreldrafundi. Þótt Inga Sæland hafi verið orðin barna- og menntamálaráðherra fyrir nokkru varð sú breyting á dögunum að það varð hennar aðalstarf. Hún drottnar nú yfir helstu æskulýðsmálunum eins og skólum, íþróttum og hjúkrunarheimilum – og hún ætlar aldeilis að láta til sín taka. Inga telur umbóta þörf í menntakerfinu og vill horfa til reynslu annarra þjóða og nota það sem virkar. Hefði henni auðnast að útskýra það fyrir þjóðinni æsingslaust stæði stór hópur foreldra, skólafólks og nemenda að baki henni, tilbúinn að bretta upp ermar. Hver sem ástæðan er, virðist hún (að minnsta kosti enn sem komið er) ófær um að koma sýn sinni á framfæri öðruvísi en að ljúga, ýkja, svíkja og hóta. Þar sem hefði getað verið breiðfylking er sundraður og sár hópur. Dæmi um lygar Ingu eru fullyrðingar á borð við þær að leið Íslands áfram liggi í því að gerast sporgöngumenn Finna, sem hafi á sínum tíma skrapað botninn í Pisa prófunum en tekið sig rækilega á. Í því skyni sé upplagt að innleiða finnsk-ættað þróunarverkefni sem keyrt hefur verið í Vestmannaeyjum með einstökum árangri. Finnar hafa hvorki skrapað botninn í Pisa né bætt sig verulega. Þeir voru fremstir allra þjóða þegar þeir hófu þátttöku en síðan hefur leiðin legið jafnt og þétt niður á við. Þeir eru raunar í sérflokki þegar kemur að árangurshruni meðal Norðurlandanna. Sérflokki sem telur tvö ríki: Ísland og Finnland. Kveikjum neistann rímar ekki neitt sérstaklega vel við hina svokölluðu „finnsku leið“. Árangur verkefnisins er heldur ekki í líkingu við það sem Inga fullyrðir. Það virðist vera á pari við annað skólastarf í landinu. Dæmi um ýkjur eru fullyrðingar á borð við þær að skólakerfið sé ónýtt, aflvana skip úti á rúmsjó – bókstafi sé ekkert mál að leggja á hilluna enda séu þeir bara eitthvað fyrir tíunda bekk og að fjórðungur útskrifaðra nemenda eigi sér enga framtíðarvon. Nokkuð dró Inga í land með þetta fyrsta og má hrósa henni fyrir það. Þetta með bókstafina sýnir að einhver hefur reynt að útskýra þá fyrir henni en hún ekki skilið eða munað. Látum hana njóta vafans með það. Það er ekki skylda að nota bókstafi við mat nema á skilgreindum mörkum innan og á milli skólastiga. Á það að tryggja samfellu. Að öðru leyti skal námsmat vera fjölbreytt. Eftir að framhaldsskólinn var styttur fá nemendur sem útskrifast úr grunnskóla með B eða hærra að stökkva yfir fyrsta áfanga í viðkomandi fagi. Ef bókstöfum væri skipt út í snarhasti þyrfti að skilgreina nýja leið til að raða nemendum í framhaldsskólaáfanga og endurskrifa burðarhluta námskrár. Það er ekkert einfalt við það – og það getur hæglega orðið illskiljanlegra en núverandi kerfi. Það að 15 ára drengir séu svo illa læsir að þeir séu vonlausir til framtíðar eru ýkjur af ljótustu gerð. Hæfileikar og manngildi ráðast ekki af getu unglinga til að taka bókleg próf á tilteknum aldri. Kanadískar rannsóknir hafa sýnt að áratuginn eftir að grunnskólanámi lýkur halda ungmenni áfram að styrkjast og þá nánast hverfur kynjabil í lestri. Um leið fækkar mjög í hópum þeirra sem verst eru staddir. En jafnvel þótt fólk fari út í lífið með lítið lestrarþol og stirðan upplestur bíða þess fjölmörg tækifæri til að láta til sín taka og verða sér og öðrum að gagni. Reynslan sýnir að það getur jafnvel orðið menntamálaráðherrar. Svikin eru illskiljanleg. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu ætlar Inga að gera lesskilningspróf að samræmdum prófum sem eiga að verða mælikvarði á gæði náms einstakra skóla með opinberri birtingu upplýsinga. Þessi próf eru alls ekki það sama og samræmd próf, ekki nálægt því. Þau eru hugsuð sem takmörkuð mæling á afmörkuðum þætti. Þau tryggja ekki jafnræði. Lesblindir eða sjóndaprir nemendur fá ekki þá þjónustu sem talin hefur verið sjálfsagður hlutur í áratugi í tengslum við samræmd próf. Prófin eru augljóslega afmarkaður þáttur í stærri heild og með tiltekinn tilgang. Það má líkja þeim við blóðsykurmælingu. Hún er sannarlega mikilvægur þáttur í að meta heilbrigði. Engum dytti þó í hug að meta gæði hjúkrunarheimila með því að birta opinberlega meðaltöl blóðsykurmælinga á heimilisfólki. Það sem verra er, ef einhver væri nógu vitlaus til þess – og héldi á lofti þeim rökum að umönnun aldraðra skipti máli og heimilin hefðu ekkert að fela, þá gæti farið svo að farið væri verr með íbúana en áður (þeir t.d. sveltir í aðdraganda mælinga). Hér hafði skapast óvenjuleg samstaða um Matsferil, safn gagnlegra en takmarkaðra mælitækja. Lofað var að hann yrði ekki misnotaður með þeim hætti sem Inga Sæland hefur ákveðið að gera. Þau svik munu draga dilk á eftir sér.Undarlegastar eru hótanirnar. „Ég vil að sjálfsögðu reyna að gera þetta í sátt og samlyndi…“ var haft eftir ráðherra í Morgunblaðinu. „…en ef það mæta mér stálin stinn og einhverjir halda að þeir séu menntamálaráðherrann, þá mun ég ekki hika við að breyta námskrá í takt við þarfir barnanna okkar.“ Hverjum dettur í hug að tala svona? Mér dettur reyndar einn í hug sem situr nú í hvítu húsi og ásælist bæði lönd og vegtyllur – en þar með er það upptalið. Engum ráðamanni í okkar heimshluta þætti sæmd af því að vaða fram með margvíslegan misskilning, rangfærslur og ýkjur og heimta síðan hollustu og uppklapp. Auðvitað ætlar enginn í stríð við menntamálaráðherra. En ráðherra sem svona hagar sér fylgir heldur enginn – enda engin ástæða til. Það svigna skúffubotnar í ráðuneyti menntamála undan niðurstöðum starfshópa, spretthópa og rannsakenda á íslensku skólakerfi. Við vitum heilmikið um stöðu og stefnu menntakerfisins. Við þekkjum fjölmarga styrkleika þess og allmarga veikleika. Okkur hefur verið það ljóst lengi að námsfúsustu börnin hafa um hríð valið annan málheim en þann íslenska til að svala forvitni sinni þegar lengra er komið. Við eigum frábæra nemendur sem geta sagt þér allt um silicon og Saturn en kíma þegar minnst er á kísil og Satúrnus. Við vitum að fræðilegir textar eiga síður upp á pallborðið í íslensku samfélagi og skólum en frásagnir og skáldskapur. Vitsmunaleg áreynsla víkur líka of oft fyrir ofstjórn og utanbókarlærdómi. Rannsóknirnar eru til og heildarmyndin er löngu farin að skýrast. Hér var að byrja að myndast veikburða samstaða um næstu skref eftir margra ára þrautagöngu. Þess vegna er svo grátlegt að menntakerfið skuli einmitt nú lenda í hrömmunum á ráðherra sem virðist halda að besta meðalið séu lygar, ýkjur, svik og hótanir. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrstu fannst mér oggulítið sætt þegar reynsluboltar í kennaraliði landsins klöppuðu reiðum kollegum sínum á axlirnar og sögðu þeim að láta ekki hugfallast þótt nýi menntamálaráðherrann léti svona, best væri að tækla hann eins og baldinn nemanda. Það runnu þó á mig tvær grímur þegar ráðherrann færðist bara í aukana og innan fárra daga (eiginlega bara einnar helgar) hafði hann látið hafa eftir sér svo mörg dæmi óheiðarleika og offors að mér var eiginlega öllum lokið. Ef Inga Sæland væri nemandi, væri strax komið að foreldrafundi. Þótt Inga Sæland hafi verið orðin barna- og menntamálaráðherra fyrir nokkru varð sú breyting á dögunum að það varð hennar aðalstarf. Hún drottnar nú yfir helstu æskulýðsmálunum eins og skólum, íþróttum og hjúkrunarheimilum – og hún ætlar aldeilis að láta til sín taka. Inga telur umbóta þörf í menntakerfinu og vill horfa til reynslu annarra þjóða og nota það sem virkar. Hefði henni auðnast að útskýra það fyrir þjóðinni æsingslaust stæði stór hópur foreldra, skólafólks og nemenda að baki henni, tilbúinn að bretta upp ermar. Hver sem ástæðan er, virðist hún (að minnsta kosti enn sem komið er) ófær um að koma sýn sinni á framfæri öðruvísi en að ljúga, ýkja, svíkja og hóta. Þar sem hefði getað verið breiðfylking er sundraður og sár hópur. Dæmi um lygar Ingu eru fullyrðingar á borð við þær að leið Íslands áfram liggi í því að gerast sporgöngumenn Finna, sem hafi á sínum tíma skrapað botninn í Pisa prófunum en tekið sig rækilega á. Í því skyni sé upplagt að innleiða finnsk-ættað þróunarverkefni sem keyrt hefur verið í Vestmannaeyjum með einstökum árangri. Finnar hafa hvorki skrapað botninn í Pisa né bætt sig verulega. Þeir voru fremstir allra þjóða þegar þeir hófu þátttöku en síðan hefur leiðin legið jafnt og þétt niður á við. Þeir eru raunar í sérflokki þegar kemur að árangurshruni meðal Norðurlandanna. Sérflokki sem telur tvö ríki: Ísland og Finnland. Kveikjum neistann rímar ekki neitt sérstaklega vel við hina svokölluðu „finnsku leið“. Árangur verkefnisins er heldur ekki í líkingu við það sem Inga fullyrðir. Það virðist vera á pari við annað skólastarf í landinu. Dæmi um ýkjur eru fullyrðingar á borð við þær að skólakerfið sé ónýtt, aflvana skip úti á rúmsjó – bókstafi sé ekkert mál að leggja á hilluna enda séu þeir bara eitthvað fyrir tíunda bekk og að fjórðungur útskrifaðra nemenda eigi sér enga framtíðarvon. Nokkuð dró Inga í land með þetta fyrsta og má hrósa henni fyrir það. Þetta með bókstafina sýnir að einhver hefur reynt að útskýra þá fyrir henni en hún ekki skilið eða munað. Látum hana njóta vafans með það. Það er ekki skylda að nota bókstafi við mat nema á skilgreindum mörkum innan og á milli skólastiga. Á það að tryggja samfellu. Að öðru leyti skal námsmat vera fjölbreytt. Eftir að framhaldsskólinn var styttur fá nemendur sem útskrifast úr grunnskóla með B eða hærra að stökkva yfir fyrsta áfanga í viðkomandi fagi. Ef bókstöfum væri skipt út í snarhasti þyrfti að skilgreina nýja leið til að raða nemendum í framhaldsskólaáfanga og endurskrifa burðarhluta námskrár. Það er ekkert einfalt við það – og það getur hæglega orðið illskiljanlegra en núverandi kerfi. Það að 15 ára drengir séu svo illa læsir að þeir séu vonlausir til framtíðar eru ýkjur af ljótustu gerð. Hæfileikar og manngildi ráðast ekki af getu unglinga til að taka bókleg próf á tilteknum aldri. Kanadískar rannsóknir hafa sýnt að áratuginn eftir að grunnskólanámi lýkur halda ungmenni áfram að styrkjast og þá nánast hverfur kynjabil í lestri. Um leið fækkar mjög í hópum þeirra sem verst eru staddir. En jafnvel þótt fólk fari út í lífið með lítið lestrarþol og stirðan upplestur bíða þess fjölmörg tækifæri til að láta til sín taka og verða sér og öðrum að gagni. Reynslan sýnir að það getur jafnvel orðið menntamálaráðherrar. Svikin eru illskiljanleg. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu ætlar Inga að gera lesskilningspróf að samræmdum prófum sem eiga að verða mælikvarði á gæði náms einstakra skóla með opinberri birtingu upplýsinga. Þessi próf eru alls ekki það sama og samræmd próf, ekki nálægt því. Þau eru hugsuð sem takmörkuð mæling á afmörkuðum þætti. Þau tryggja ekki jafnræði. Lesblindir eða sjóndaprir nemendur fá ekki þá þjónustu sem talin hefur verið sjálfsagður hlutur í áratugi í tengslum við samræmd próf. Prófin eru augljóslega afmarkaður þáttur í stærri heild og með tiltekinn tilgang. Það má líkja þeim við blóðsykurmælingu. Hún er sannarlega mikilvægur þáttur í að meta heilbrigði. Engum dytti þó í hug að meta gæði hjúkrunarheimila með því að birta opinberlega meðaltöl blóðsykurmælinga á heimilisfólki. Það sem verra er, ef einhver væri nógu vitlaus til þess – og héldi á lofti þeim rökum að umönnun aldraðra skipti máli og heimilin hefðu ekkert að fela, þá gæti farið svo að farið væri verr með íbúana en áður (þeir t.d. sveltir í aðdraganda mælinga). Hér hafði skapast óvenjuleg samstaða um Matsferil, safn gagnlegra en takmarkaðra mælitækja. Lofað var að hann yrði ekki misnotaður með þeim hætti sem Inga Sæland hefur ákveðið að gera. Þau svik munu draga dilk á eftir sér.Undarlegastar eru hótanirnar. „Ég vil að sjálfsögðu reyna að gera þetta í sátt og samlyndi…“ var haft eftir ráðherra í Morgunblaðinu. „…en ef það mæta mér stálin stinn og einhverjir halda að þeir séu menntamálaráðherrann, þá mun ég ekki hika við að breyta námskrá í takt við þarfir barnanna okkar.“ Hverjum dettur í hug að tala svona? Mér dettur reyndar einn í hug sem situr nú í hvítu húsi og ásælist bæði lönd og vegtyllur – en þar með er það upptalið. Engum ráðamanni í okkar heimshluta þætti sæmd af því að vaða fram með margvíslegan misskilning, rangfærslur og ýkjur og heimta síðan hollustu og uppklapp. Auðvitað ætlar enginn í stríð við menntamálaráðherra. En ráðherra sem svona hagar sér fylgir heldur enginn – enda engin ástæða til. Það svigna skúffubotnar í ráðuneyti menntamála undan niðurstöðum starfshópa, spretthópa og rannsakenda á íslensku skólakerfi. Við vitum heilmikið um stöðu og stefnu menntakerfisins. Við þekkjum fjölmarga styrkleika þess og allmarga veikleika. Okkur hefur verið það ljóst lengi að námsfúsustu börnin hafa um hríð valið annan málheim en þann íslenska til að svala forvitni sinni þegar lengra er komið. Við eigum frábæra nemendur sem geta sagt þér allt um silicon og Saturn en kíma þegar minnst er á kísil og Satúrnus. Við vitum að fræðilegir textar eiga síður upp á pallborðið í íslensku samfélagi og skólum en frásagnir og skáldskapur. Vitsmunaleg áreynsla víkur líka of oft fyrir ofstjórn og utanbókarlærdómi. Rannsóknirnar eru til og heildarmyndin er löngu farin að skýrast. Hér var að byrja að myndast veikburða samstaða um næstu skref eftir margra ára þrautagöngu. Þess vegna er svo grátlegt að menntakerfið skuli einmitt nú lenda í hrömmunum á ráðherra sem virðist halda að besta meðalið séu lygar, ýkjur, svik og hótanir. Höfundur er kennari.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun