Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar 21. janúar 2026 10:03 Saga Vesturbugtar í gömlu Reykjavíkurhöfn á 21. öldinni er saga þolgæðis og baráttu almennings. Í meira en tvo áratugi hafa íbúar og áhugafólk um höfnina barist fyrir því að þessi mikilvægi snertiflötur byggðar og sjávar í borginni, sem er í sterkum tengslum við gamla Vesturbæinn, verði þróaður á menningarsögulegum forsendum. Vel heppnuð uppbygging í Vesturbugt er mikið hagsmunamál fyrir alla borgarbúa. Já, þetta hófst allt rétt eftir aldamótin þegar borgaryfirvöld ákváðu að slá nýjan tón. Höfnin með sína starfsemi átti að verða blönduð byggð. Og frá þeim tíma hafa íbúar og áhugafólk um höfnina með ýmsu móti óskað eftir samtali og samstarfi við Reykjavíkurborg, mótmælt stórkarlalegum áformum og lagt fram aðrar hugmyndir. En án árangurs. Hér verður ekki öll sagan sögð, heldur aðeins síðasti hluti hennar, því að á síðasta ári var komið að úrslitastund. Brennt af í upplögðu tækifæri Stígum aftur til sumarsins 2023 en þá rifti Reykjavíkurborg samningi við Vesturbugt ehf, þáverandi uppbyggingaraðila í Vesturbugt, vegna athafnaleysis. Sá gjörningur skapaði gullið tækifæri til að vinda rækilega ofan af „metnaðarfullum“ þéttingaráformum á svæðinu sem mótast höfðu í áranna rás. Í þeirra stað hefði mátt leggja áherslu á uppbyggingu á forsendum menningar og sögu, staðaranda og samspils fólks og umhverfis, og virða tengslin við gamla Vesturbæinn, svo eitthvað sé nefnt. Við skulum ekki gleyma því að Vesturbugt er innan svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt gildandi aðalskipulagi borgarinnar. En borgin brenndi af. Eftir riftunina gerði borgin vissulega breytingar á uppbyggingaráformum á svæðinu og fólu þær í sér að fækka íbúðum úr 242 í 177 og falla frá byggingu leikskóla. Þær deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði og í borgarráði í mars 2024. Deiliskipulagsgerðin var keyrð í gegn á stuttum tíma, og á meðan var samtal við almenning afar takmarkað. Með samþykkt deiliskipulagsins er jú lokið lögbundnu samráði við almenning, og þá hægt að segja: „Því miður, þið eruð of sein með ykkar athugasemdir.“ Í júní 2024 auglýsti borgin eftir nýjum uppbyggingaraðila. Í október 2024 gekk borgin til samninga við uppbyggingaraðila sem greiddi 3,2 milljarða fyrir byggingarréttinn og í gatnagerðargjöld. Uppbyggingaraðilinn sagðist stefna að því að hefja framkvæmdir vorið 2025. Allt klappað og klárt. Fjölþættar aðgerðir „áhugasamra aðila einhvers staðar í Vesturbænum“ Íbúar og áhugafólk um höfnina brettu enn og aftur upp ermarnar. Úrslitastundin var runnin upp. Líkt og áður voru fundargerðir borgarinnar vaktaðar, en jafnframt voru sendar ítrekaðar beiðnir um upplýsingar og samtal við kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar, sem og uppbyggingaraðila. Í maí 2025 var haldin fjögurra daga þverfagleg vinnustofa undir merkjum Sögulegrar hafnar í Hafnar.haus í miðbæ Reykjavíkur. Þar mættu sérfræðingar, almenningur, stjórnmálafólk og talsmaður uppbyggingaraðila til að ræða framtíð svæðisins. Útbúið var gagnvirkt tölvugert þrívíddarlíkan sem sýndi ólíkar sviðsmyndir uppbyggingar með aðgengilegum hætti. Niðurstöður vinnustofunnar voru kynntar umhverfis- og skipulagsráði, og það hvatt til að endurskoða málið. Umræðufundur var haldinn í Íslenska sjávarklasanum. Um miðjan júní var stofnaður undirskriftalisti á netinu þar sem kallað var eftir nýju deiliskipulagi í Vesturbugt. Í lok júní voru borginni sendar formlegar fyrirspurnir um hvernig fyrirhuguð uppbygging í Vesturbugt félli að þeim ákvæðum hverfisverndar sem gilda á svæðinu samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Fundað var með borgarstjóra í október og honum afhentar undirskriftir þeirra 1.170 einstaklinga sem skrifuðu undir ákall um nýtt deiliskipulag í Vesturbugt. Allt kom fyrir ekki. Útlit bygginga í Vesturbugt átti ekki erindi við almenning Samkvæmt lögum þarf uppbyggingaraðili með samþykkt deiliskipulag upp á vasann, hvorki að ræða við almenning né kjörna fulltrúa um endanlegt útlit og útfærslur þeirra bygginga sem til stendur að reisa. Hann þarf bara að fylgja fyrirmælum embættismanna sem gæta þess að byggingar standist kröfur í byggingarreglugerð og falli að skilmálum gildandi skipulags, sem geta ýmist verið rúmir eða strangir. En svo lengi, sem allt er innan rammans þá ræður uppbyggingaraðili endanlegu útliti bygginga og útfærslum. Þetta var uppbyggingaraðilanum í Vesturbugt auðvitað fullkunnugt um. Hann nýtti sér því þessa stöðu til fulls og hélt öllum teikningum af væntanlegum byggingum þétt að sér. Hann ókyrrðist því nokkuð þegar hluti afraksturs vinnustofunnar í Hafnar.haus birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum í byrjun júní. Ástæðan var nefnilega sú að í þeim gögnum hafði gildandi deiliskipulag í Vesturbugt verið fært inn í þrívíddarlíkan, og þótt útlit bygginga hafi ekki legið fyrir á þeim tímapunkti, mátti í líkaninu sjá, með mun skýrari hætti en af fyrirliggjandi skipulagsuppdráttum, þá uppbyggingu sem í vændum var. Það líkaði talsmanninum ekki og því hringdi hann í einn aðstandanda vinnustofunnar (þ.e. greinarhöfund) og sagði þrívíddarframsetninguna bæði ranga og villandi, og vildi að myndbandið á vefnum yrði tekið niður. Hann fékkst þó hvorki til að benda á villurnar né senda „rétt“ gögn svo uppfæra mætti þívíddarlíkanið. Minnihluti umhverfis- og skipulagsráðs undraðist skort á teikningum af fyrirhuguðu útliti bygginga á reitnum þegar svo stutt væri í að framkvæmdir hæfust. Á sama tíma þrýstu íbúar og áhugafólk um höfnina um birtingu teikninga. Talsmaður uppbyggingaraðila mætti í sjónvarpsfréttir RÚV þann 24. júní 2025 og sagði teikningar í vinnslu. Þær myndu fara réttar boðleiðir innan kerfisins en ekki sendar „til áhugasamra aðila einhvers staðar í Vesturbænum“. Daginn eftir, eða þann 25. júní, kynntu uppbyggingaraðili og hönnuðir verkefnið fyrir umhverfis- og skipulagsráði, en kusu að kalla svæðið Vesturhöfn í stað Vesturbugtar. Meirihluti ráðsins þakkaði fyrir góða kynningu og lét bóka: „Við áframhaldandi þróun reitsins er mikilvægt að unnið verði áfram með litaval, vönduð klæðningarefni og frágang sem talar á skapandi máta við byggðina í gamla Vesturbænum og Reykjavíkurhöfn.“ En eitthvað hefur greinilega vantað upp á kynninguna því að fulltúar minnihlutans í ráðinu bókuðu að þeir óskuðu eftir að fá skýrari myndir af útliti húsanna. En um skýrleika þess efnis sem kynnt var, er erfitt að dæma því að kynningin var bundin trúnaði og finnst því ekki í fundargerð ráðsins. Hún átti víst ekkert erindi við almenning. Sirkusstjórinn í aukahlutverki Áfram óskuðu íbúar og áhugafólk um höfnina eftir upplýsingum um útlit húsa og útfærslur, sem og stöðu uppbyggingar gagnvart hverfisvernd í gildandi aðalskipulagi. Þá var reynt að ná samtali við kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Sumarið leið og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs þann 20. ágúst 2025 var ítrekuð beiðni frá 25. júní um skýrar myndir af útliti húsanna. Þá lítur út fyrir að fulltrúar í ráðinu hafi verið komnir með bakþanka því að eftirfarandi bókun var lögð fram á fundinum: „Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að fá kynningu á teikningum af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt þegar þær liggja fyrir. Útfærsla uppbyggingar á svæðinu hefur vakið lifandi samfélagsumræðu um hvernig svæðið tengist eldri byggð handan Mýrargötu. Ef uppbyggingaraðili svæðisins hefði áhuga á að aðlaga reitinn enn betur við aðliggjandi byggð með uppfærslu á deiliskipulagi svæðisins myndu fulltrúar ráðsins taka vel í það.“ Þessi bókun vekur vægast sagt athygli, því að hún sýnir svart á hvítu að „sirkusstjórinn“ er kominn í aukahlutverk. Reykjavíkurborg, sem hafði við riftun samnings við Vesturbugt ehf nokkrum mánuðum áður, gullið tækifæri til að stýra uppbyggingu á svæðinu í farsælan farveg, biðlar hér til uppbyggingaraðila um að taka skipulagið upp. Einhver kynni þá að spyrja, af hverju borgin, sem hefur skipulagsvaldið, tók ekki aftur stjórn á atburðarrásinni og afturkallaði deiliskipulagið í þeim tilgangi að láta vinna það aftur. Sennilegasta svarið er óttinn við að þurfa að greiða háar skaðabætur. Og hérna erum við komin að mikilvægu atriði sem varðar þá heimild sem sveitarfélag hefur til að stíga á bremsurnar og skipta um kúrs, þegar í ljós kemur að samþykkt deiliskipulag er á einhvern hátt ófullnægjandi, t.d ef sveitarfélag kýs að draga úr byggingarmagni til að geta betur fylgt eftir eigin stefnu í aðalskipulagi. Það hefði sannarlega átt við í tilfelli Vesturbugtar. Þessu álitamáli verða lögfróðir aðilar að svara, en í grein Skúla Magnússonar þáverandi héraðsdómara árið 2013, segir að fá dæmi séu um að sveitarfélög hafi látið reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Undir þetta tók Einar Örn Thorlacius lögmaður í grein sama ár. Framlagning skýrra mynda Uppbyggingaraðili sá aumur á umhverfis- og skipulagsráði og lét útbúa hefti með nokkrum myndum af mögulegu útliti bygginga í Vesturbugt – þó með þeim fyrirvara að útlit bygginga gæti tekið breytingum. Í kynningargögnunum sem dagsett eru 30. september 2025 segir m.a. að lögð sé áhersla á „fíngerðan skala og mýkt við innganga,“ „bambusklæðningar“ og „hallandi klæðningar“. Ennfremur segir: „Á völdum stöðum teygja útkragarnir sig fram og opna sýn til sjávar,“ „bogadregnar súlur sem líkja eftir sjávaröldum“ og „rúnaðar flísar á jarðhæð sem gefa mýkt og vísa í sjóinn“. Sagt er að fjölbreyttar klæðningar og ríkar áferðir muni skila „tímalausri“ og „efnisríkri heild“. Þessi orðræða er orðræða fjármagnsins og þeirra sem ráða. Í hugum annarra er hún merkingarlaust þvaður og í raun óskiljanleg. Hvað eiga bambusklæðningar skylt við gömlu Reykjavíkurhöfn? Hvernig vísa rúnaðar flísar í sjóinn? Hvað er mýkt við innganga? Hvað er efnisrík heild? Og ef stefnt er að byggð sem fellur vel að höfninni má spyrja: Af hverju þurfa hönnuðir þá að sækja sér andagift til Kaupmannahafnar, Oslóar og Helskini, en á sama tíma forðast eins og heitan eldinn að leita í hérlendan byggingararf? Hvað með að greina og vinna með staðaranda, menningu og sögu svæðisins? Rannsaka, greina og gera sér mat úr samspili fólks og umhverfis á svæðinu í áranna rás? Leita til fólksins sem þekkir svæðið, er fullt af hugmyndum og gæti lagt verkefninu lið. Hér er vatnið svo sannarlega sótt yfir lækinn. En hér er ekki öll sagan sögð ... hápunkturinn er nefnilega eftir. Miðvikudagurinn 22. október 2025 Miðvikudagurinn 22. október rann upp bjartur og fagur. 358. fundur umhverfis- og skipulagsráðs hófst kl. 9.03. Og viti menn ... undir 17. lið fundarins voru „lagðar fram glærur af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt“ og var hér um að ræða ofangreind kynningargögn uppbyggingaraðila frá 30. september 2025. Þarna fengu þá kjörnir fulltrúar loks að sjá útlit fyrirhugaðra bygginga við Vesturbugt. Að þessu sinni þurfti ekki að meðhöndla framlögð gögn sem trúnaðarmál. Með öðrum orðum máttu áhugasamir úr röðum almennings nú loks berja herlegheitin augum og gátu þeir nálgast þau sem fylgiskjal í fundargerð. 358. fundi umhverfis- og skipulagsráðs lauk kl. 11.16. Sjá má fyrir sér glaðbeitta fulltrúa ráðsins, verandi loks með glærurnar í höndunum, hugsandi að loksins væri hægt að leggja mat á útlit húsanna og ef til vill væri hægt að ræða málin við uppbyggingaraðilann og kanna með breytingar á deiliskipulaginu. En uppbyggingaraðilinn hafði allt annað í huga, því að þann 22. október, nákvæmlega þennan sama dag, hafði hann nefnilega skipulagt viðburð. Það átti að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri byggð í Vesturbugt kl. 11.30. Og það var gert að viðstöddum hópi fólks. 14 mínútur Það liðu sumsé 14 mínútur frá lokum 358. fundar umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem útlit húsanna var fyrst kynnt kjörnum fulltrúum með formlegum hætti, þar til framkvæmdum var formlega hleypt af stað. 14 mínútur – fjórtán mínútur. Óneitanlega vakna upp vangaveltur um hvar kynningarefni uppbyggingaraðila var niðurkomið á tímabilinu 30. september 2025 til 22. október 2025? Af hverju var það ekki lagt fram á fundum ráðsins 8. eða 15. október til að gefa rýmri tíma? Spyr sá sem ekki veit. Já, ágæti lesandi, þegar til kastanna kom, skilaði rösklega 20 ára barátta íbúa og áhugafólks um höfnina af sér 14 mínútna andrými til að skoða, yfirfara og íhuga útlit væntanlegra bygginga sem nú eiga að rísa við Vesturbugt. Og er þá miðað við þá bjartsýnu forsendu að fundargerð með fylgiskjölum hafi verið birt á vef borgarinnar um leið og fundi lauk. Einu verður þó að halda til haga, en það er að uppbyggingaraðili stóð fyrir „kynningarfundi“ þann 20. október - tveimur dögum fyrir skóflustunguna. Sá fundur var þó eingöngu ætlaður íbúum í einu nærliggjandi fjölbýlishúsi. Til viðbótar hafði uppbyggingaraðili átt samtöl við eiganda eins húss í nágrenninu, fundað með rekstaraðila Berjaya Reykjavik Marina hótelsins og sent „rekstraraðilum í skúrunum“ skriflega kynningu. Aðrir fengu ekki fundarboð eða skriflega kynningu eða var boðið upp á samtal. Flest af því fólki, sem hafði staðið í baráttunni árum saman og margoft óskað eftir kynningu og samtali, fékk hvorki að sjá né vita. Með öðrum orðum: Flestir af þeim „áhugasömu aðilum einhvers staðar í Vesturbænum,“ eins og talsmaður uppbyggingaraðila kallaði íbúa og áhugafólk um höfnina í sjónvarpsfréttum, voru skildir eftir úti í kuldanum. Já, og svo má auðvitað geta þess svona í lokin, að svar frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn íbúa og áhugafólks um höfnina sem send var inn í lok júní og snerist um ákvæði hverfisverndar í aðalskipulagi, barst 16. október 2025. Það var víst ekki seinna vænna. Efnislega segir í svarinu að hverfisvernd á svæðinu sé einungis táknræn. Ástæða þess sé sú að deiliskipulagið í Vesturbugt sé í grunninn frá árinu 2013, en ákvæði hverfisverndar í aðalskipulagi hafi tekið gildi árið 2014. Ekki hefur þótt ráðlegt að hafa ákvæðin afturvirk enda gæti slíkt kallað á ómældar skaðabætur af hálfu lóðarhafa og annarra hagsmunaðila. Gott og vel. En af hverju gat borgin ekki bara útbúið nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt eftir gildistöku aðalskipulagsins svo að hægt væri að „virkja“ ákvæði hverfisverndar? Af hverju nýtti hún t.d. ekki tækifærið þegar samningi við Vesturbugt ehf var rift sumarið 2023? Af hverju vildi borgin ekki fylgja eigin stefnu? Augljósasta ástæðan er fjárhagslegs eðlis. Veikburða ferli og stefna Þetta ferli, sem hér hefur verið rakið, sýnir hversu veikburða íbúasamráð er samkvæmt núgildandi lögum. Þetta ferli sýnir líka að þegar sést glitta í peninga þá víkja aðrar áherslur, s.s. verndun sögu, menningar og sérkenna, staðarandi og sálræn tengsl fólks við umhverfi sitt. Þessar áherslur víkja og í staðinn er uppskrúfaðri og óskiljanlegri orðræðu teflt fram. Þetta ferli sýnir einnig hversu áfjáð borgin virðist í að afsala sér völdum þegar kemur að skipulagi og hönnun umhverfis, sem og samfélagslegri ábyrgð í hendur aðila, sem hafa í heiðri önnur markmið og áherslur. Teikningar dagsettar 1. júli 2025 hafa verið samþykktar hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Og eins mátti geta sér til sýna teikningarnar svipaða uppbyggingu og á öðrum þéttingarreitum í borginni. Reykjavíkurborg getur enn látið á það reyna að koma í veg fyrir það stórslys sem brátt mun eiga sér stað í Vesturbugt, en sprengingarnar eru hafnar, klukkan tifar og ólin herðist. Höfundur er dr. í umhverfissálfræði og áhugamaður um höfnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Uppbygging við Vesturbugt Reykjavík Skipulag Arkitektúr Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Páll Jakob Líndal Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Saga Vesturbugtar í gömlu Reykjavíkurhöfn á 21. öldinni er saga þolgæðis og baráttu almennings. Í meira en tvo áratugi hafa íbúar og áhugafólk um höfnina barist fyrir því að þessi mikilvægi snertiflötur byggðar og sjávar í borginni, sem er í sterkum tengslum við gamla Vesturbæinn, verði þróaður á menningarsögulegum forsendum. Vel heppnuð uppbygging í Vesturbugt er mikið hagsmunamál fyrir alla borgarbúa. Já, þetta hófst allt rétt eftir aldamótin þegar borgaryfirvöld ákváðu að slá nýjan tón. Höfnin með sína starfsemi átti að verða blönduð byggð. Og frá þeim tíma hafa íbúar og áhugafólk um höfnina með ýmsu móti óskað eftir samtali og samstarfi við Reykjavíkurborg, mótmælt stórkarlalegum áformum og lagt fram aðrar hugmyndir. En án árangurs. Hér verður ekki öll sagan sögð, heldur aðeins síðasti hluti hennar, því að á síðasta ári var komið að úrslitastund. Brennt af í upplögðu tækifæri Stígum aftur til sumarsins 2023 en þá rifti Reykjavíkurborg samningi við Vesturbugt ehf, þáverandi uppbyggingaraðila í Vesturbugt, vegna athafnaleysis. Sá gjörningur skapaði gullið tækifæri til að vinda rækilega ofan af „metnaðarfullum“ þéttingaráformum á svæðinu sem mótast höfðu í áranna rás. Í þeirra stað hefði mátt leggja áherslu á uppbyggingu á forsendum menningar og sögu, staðaranda og samspils fólks og umhverfis, og virða tengslin við gamla Vesturbæinn, svo eitthvað sé nefnt. Við skulum ekki gleyma því að Vesturbugt er innan svæðis sem nýtur hverfisverndar samkvæmt gildandi aðalskipulagi borgarinnar. En borgin brenndi af. Eftir riftunina gerði borgin vissulega breytingar á uppbyggingaráformum á svæðinu og fólu þær í sér að fækka íbúðum úr 242 í 177 og falla frá byggingu leikskóla. Þær deiliskipulagsbreytingar voru samþykktar í umhverfis- og skipulagsráði og í borgarráði í mars 2024. Deiliskipulagsgerðin var keyrð í gegn á stuttum tíma, og á meðan var samtal við almenning afar takmarkað. Með samþykkt deiliskipulagsins er jú lokið lögbundnu samráði við almenning, og þá hægt að segja: „Því miður, þið eruð of sein með ykkar athugasemdir.“ Í júní 2024 auglýsti borgin eftir nýjum uppbyggingaraðila. Í október 2024 gekk borgin til samninga við uppbyggingaraðila sem greiddi 3,2 milljarða fyrir byggingarréttinn og í gatnagerðargjöld. Uppbyggingaraðilinn sagðist stefna að því að hefja framkvæmdir vorið 2025. Allt klappað og klárt. Fjölþættar aðgerðir „áhugasamra aðila einhvers staðar í Vesturbænum“ Íbúar og áhugafólk um höfnina brettu enn og aftur upp ermarnar. Úrslitastundin var runnin upp. Líkt og áður voru fundargerðir borgarinnar vaktaðar, en jafnframt voru sendar ítrekaðar beiðnir um upplýsingar og samtal við kjörna fulltrúa og starfsfólk borgarinnar, sem og uppbyggingaraðila. Í maí 2025 var haldin fjögurra daga þverfagleg vinnustofa undir merkjum Sögulegrar hafnar í Hafnar.haus í miðbæ Reykjavíkur. Þar mættu sérfræðingar, almenningur, stjórnmálafólk og talsmaður uppbyggingaraðila til að ræða framtíð svæðisins. Útbúið var gagnvirkt tölvugert þrívíddarlíkan sem sýndi ólíkar sviðsmyndir uppbyggingar með aðgengilegum hætti. Niðurstöður vinnustofunnar voru kynntar umhverfis- og skipulagsráði, og það hvatt til að endurskoða málið. Umræðufundur var haldinn í Íslenska sjávarklasanum. Um miðjan júní var stofnaður undirskriftalisti á netinu þar sem kallað var eftir nýju deiliskipulagi í Vesturbugt. Í lok júní voru borginni sendar formlegar fyrirspurnir um hvernig fyrirhuguð uppbygging í Vesturbugt félli að þeim ákvæðum hverfisverndar sem gilda á svæðinu samkvæmt gildandi aðalskipulagi. Fundað var með borgarstjóra í október og honum afhentar undirskriftir þeirra 1.170 einstaklinga sem skrifuðu undir ákall um nýtt deiliskipulag í Vesturbugt. Allt kom fyrir ekki. Útlit bygginga í Vesturbugt átti ekki erindi við almenning Samkvæmt lögum þarf uppbyggingaraðili með samþykkt deiliskipulag upp á vasann, hvorki að ræða við almenning né kjörna fulltrúa um endanlegt útlit og útfærslur þeirra bygginga sem til stendur að reisa. Hann þarf bara að fylgja fyrirmælum embættismanna sem gæta þess að byggingar standist kröfur í byggingarreglugerð og falli að skilmálum gildandi skipulags, sem geta ýmist verið rúmir eða strangir. En svo lengi, sem allt er innan rammans þá ræður uppbyggingaraðili endanlegu útliti bygginga og útfærslum. Þetta var uppbyggingaraðilanum í Vesturbugt auðvitað fullkunnugt um. Hann nýtti sér því þessa stöðu til fulls og hélt öllum teikningum af væntanlegum byggingum þétt að sér. Hann ókyrrðist því nokkuð þegar hluti afraksturs vinnustofunnar í Hafnar.haus birtist í myndbandi á samfélagsmiðlum í byrjun júní. Ástæðan var nefnilega sú að í þeim gögnum hafði gildandi deiliskipulag í Vesturbugt verið fært inn í þrívíddarlíkan, og þótt útlit bygginga hafi ekki legið fyrir á þeim tímapunkti, mátti í líkaninu sjá, með mun skýrari hætti en af fyrirliggjandi skipulagsuppdráttum, þá uppbyggingu sem í vændum var. Það líkaði talsmanninum ekki og því hringdi hann í einn aðstandanda vinnustofunnar (þ.e. greinarhöfund) og sagði þrívíddarframsetninguna bæði ranga og villandi, og vildi að myndbandið á vefnum yrði tekið niður. Hann fékkst þó hvorki til að benda á villurnar né senda „rétt“ gögn svo uppfæra mætti þívíddarlíkanið. Minnihluti umhverfis- og skipulagsráðs undraðist skort á teikningum af fyrirhuguðu útliti bygginga á reitnum þegar svo stutt væri í að framkvæmdir hæfust. Á sama tíma þrýstu íbúar og áhugafólk um höfnina um birtingu teikninga. Talsmaður uppbyggingaraðila mætti í sjónvarpsfréttir RÚV þann 24. júní 2025 og sagði teikningar í vinnslu. Þær myndu fara réttar boðleiðir innan kerfisins en ekki sendar „til áhugasamra aðila einhvers staðar í Vesturbænum“. Daginn eftir, eða þann 25. júní, kynntu uppbyggingaraðili og hönnuðir verkefnið fyrir umhverfis- og skipulagsráði, en kusu að kalla svæðið Vesturhöfn í stað Vesturbugtar. Meirihluti ráðsins þakkaði fyrir góða kynningu og lét bóka: „Við áframhaldandi þróun reitsins er mikilvægt að unnið verði áfram með litaval, vönduð klæðningarefni og frágang sem talar á skapandi máta við byggðina í gamla Vesturbænum og Reykjavíkurhöfn.“ En eitthvað hefur greinilega vantað upp á kynninguna því að fulltúar minnihlutans í ráðinu bókuðu að þeir óskuðu eftir að fá skýrari myndir af útliti húsanna. En um skýrleika þess efnis sem kynnt var, er erfitt að dæma því að kynningin var bundin trúnaði og finnst því ekki í fundargerð ráðsins. Hún átti víst ekkert erindi við almenning. Sirkusstjórinn í aukahlutverki Áfram óskuðu íbúar og áhugafólk um höfnina eftir upplýsingum um útlit húsa og útfærslur, sem og stöðu uppbyggingar gagnvart hverfisvernd í gildandi aðalskipulagi. Þá var reynt að ná samtali við kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Sumarið leið og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs þann 20. ágúst 2025 var ítrekuð beiðni frá 25. júní um skýrar myndir af útliti húsanna. Þá lítur út fyrir að fulltrúar í ráðinu hafi verið komnir með bakþanka því að eftirfarandi bókun var lögð fram á fundinum: „Umhverfis- og skipulagsráð óskar eftir að fá kynningu á teikningum af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt þegar þær liggja fyrir. Útfærsla uppbyggingar á svæðinu hefur vakið lifandi samfélagsumræðu um hvernig svæðið tengist eldri byggð handan Mýrargötu. Ef uppbyggingaraðili svæðisins hefði áhuga á að aðlaga reitinn enn betur við aðliggjandi byggð með uppfærslu á deiliskipulagi svæðisins myndu fulltrúar ráðsins taka vel í það.“ Þessi bókun vekur vægast sagt athygli, því að hún sýnir svart á hvítu að „sirkusstjórinn“ er kominn í aukahlutverk. Reykjavíkurborg, sem hafði við riftun samnings við Vesturbugt ehf nokkrum mánuðum áður, gullið tækifæri til að stýra uppbyggingu á svæðinu í farsælan farveg, biðlar hér til uppbyggingaraðila um að taka skipulagið upp. Einhver kynni þá að spyrja, af hverju borgin, sem hefur skipulagsvaldið, tók ekki aftur stjórn á atburðarrásinni og afturkallaði deiliskipulagið í þeim tilgangi að láta vinna það aftur. Sennilegasta svarið er óttinn við að þurfa að greiða háar skaðabætur. Og hérna erum við komin að mikilvægu atriði sem varðar þá heimild sem sveitarfélag hefur til að stíga á bremsurnar og skipta um kúrs, þegar í ljós kemur að samþykkt deiliskipulag er á einhvern hátt ófullnægjandi, t.d ef sveitarfélag kýs að draga úr byggingarmagni til að geta betur fylgt eftir eigin stefnu í aðalskipulagi. Það hefði sannarlega átt við í tilfelli Vesturbugtar. Þessu álitamáli verða lögfróðir aðilar að svara, en í grein Skúla Magnússonar þáverandi héraðsdómara árið 2013, segir að fá dæmi séu um að sveitarfélög hafi látið reyna á raunverulegan rétt lóðarhafa til skaðabóta vegna skerðingar á byggingarmagni skv. áður samþykktu deiliskipulagi. Undir þetta tók Einar Örn Thorlacius lögmaður í grein sama ár. Framlagning skýrra mynda Uppbyggingaraðili sá aumur á umhverfis- og skipulagsráði og lét útbúa hefti með nokkrum myndum af mögulegu útliti bygginga í Vesturbugt – þó með þeim fyrirvara að útlit bygginga gæti tekið breytingum. Í kynningargögnunum sem dagsett eru 30. september 2025 segir m.a. að lögð sé áhersla á „fíngerðan skala og mýkt við innganga,“ „bambusklæðningar“ og „hallandi klæðningar“. Ennfremur segir: „Á völdum stöðum teygja útkragarnir sig fram og opna sýn til sjávar,“ „bogadregnar súlur sem líkja eftir sjávaröldum“ og „rúnaðar flísar á jarðhæð sem gefa mýkt og vísa í sjóinn“. Sagt er að fjölbreyttar klæðningar og ríkar áferðir muni skila „tímalausri“ og „efnisríkri heild“. Þessi orðræða er orðræða fjármagnsins og þeirra sem ráða. Í hugum annarra er hún merkingarlaust þvaður og í raun óskiljanleg. Hvað eiga bambusklæðningar skylt við gömlu Reykjavíkurhöfn? Hvernig vísa rúnaðar flísar í sjóinn? Hvað er mýkt við innganga? Hvað er efnisrík heild? Og ef stefnt er að byggð sem fellur vel að höfninni má spyrja: Af hverju þurfa hönnuðir þá að sækja sér andagift til Kaupmannahafnar, Oslóar og Helskini, en á sama tíma forðast eins og heitan eldinn að leita í hérlendan byggingararf? Hvað með að greina og vinna með staðaranda, menningu og sögu svæðisins? Rannsaka, greina og gera sér mat úr samspili fólks og umhverfis á svæðinu í áranna rás? Leita til fólksins sem þekkir svæðið, er fullt af hugmyndum og gæti lagt verkefninu lið. Hér er vatnið svo sannarlega sótt yfir lækinn. En hér er ekki öll sagan sögð ... hápunkturinn er nefnilega eftir. Miðvikudagurinn 22. október 2025 Miðvikudagurinn 22. október rann upp bjartur og fagur. 358. fundur umhverfis- og skipulagsráðs hófst kl. 9.03. Og viti menn ... undir 17. lið fundarins voru „lagðar fram glærur af fyrirhuguðum byggingum við Vesturbugt“ og var hér um að ræða ofangreind kynningargögn uppbyggingaraðila frá 30. september 2025. Þarna fengu þá kjörnir fulltrúar loks að sjá útlit fyrirhugaðra bygginga við Vesturbugt. Að þessu sinni þurfti ekki að meðhöndla framlögð gögn sem trúnaðarmál. Með öðrum orðum máttu áhugasamir úr röðum almennings nú loks berja herlegheitin augum og gátu þeir nálgast þau sem fylgiskjal í fundargerð. 358. fundi umhverfis- og skipulagsráðs lauk kl. 11.16. Sjá má fyrir sér glaðbeitta fulltrúa ráðsins, verandi loks með glærurnar í höndunum, hugsandi að loksins væri hægt að leggja mat á útlit húsanna og ef til vill væri hægt að ræða málin við uppbyggingaraðilann og kanna með breytingar á deiliskipulaginu. En uppbyggingaraðilinn hafði allt annað í huga, því að þann 22. október, nákvæmlega þennan sama dag, hafði hann nefnilega skipulagt viðburð. Það átti að taka fyrstu skóflustunguna að nýrri byggð í Vesturbugt kl. 11.30. Og það var gert að viðstöddum hópi fólks. 14 mínútur Það liðu sumsé 14 mínútur frá lokum 358. fundar umhverfis- og skipulagsráðs, þar sem útlit húsanna var fyrst kynnt kjörnum fulltrúum með formlegum hætti, þar til framkvæmdum var formlega hleypt af stað. 14 mínútur – fjórtán mínútur. Óneitanlega vakna upp vangaveltur um hvar kynningarefni uppbyggingaraðila var niðurkomið á tímabilinu 30. september 2025 til 22. október 2025? Af hverju var það ekki lagt fram á fundum ráðsins 8. eða 15. október til að gefa rýmri tíma? Spyr sá sem ekki veit. Já, ágæti lesandi, þegar til kastanna kom, skilaði rösklega 20 ára barátta íbúa og áhugafólks um höfnina af sér 14 mínútna andrými til að skoða, yfirfara og íhuga útlit væntanlegra bygginga sem nú eiga að rísa við Vesturbugt. Og er þá miðað við þá bjartsýnu forsendu að fundargerð með fylgiskjölum hafi verið birt á vef borgarinnar um leið og fundi lauk. Einu verður þó að halda til haga, en það er að uppbyggingaraðili stóð fyrir „kynningarfundi“ þann 20. október - tveimur dögum fyrir skóflustunguna. Sá fundur var þó eingöngu ætlaður íbúum í einu nærliggjandi fjölbýlishúsi. Til viðbótar hafði uppbyggingaraðili átt samtöl við eiganda eins húss í nágrenninu, fundað með rekstaraðila Berjaya Reykjavik Marina hótelsins og sent „rekstraraðilum í skúrunum“ skriflega kynningu. Aðrir fengu ekki fundarboð eða skriflega kynningu eða var boðið upp á samtal. Flest af því fólki, sem hafði staðið í baráttunni árum saman og margoft óskað eftir kynningu og samtali, fékk hvorki að sjá né vita. Með öðrum orðum: Flestir af þeim „áhugasömu aðilum einhvers staðar í Vesturbænum,“ eins og talsmaður uppbyggingaraðila kallaði íbúa og áhugafólk um höfnina í sjónvarpsfréttum, voru skildir eftir úti í kuldanum. Já, og svo má auðvitað geta þess svona í lokin, að svar frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn íbúa og áhugafólks um höfnina sem send var inn í lok júní og snerist um ákvæði hverfisverndar í aðalskipulagi, barst 16. október 2025. Það var víst ekki seinna vænna. Efnislega segir í svarinu að hverfisvernd á svæðinu sé einungis táknræn. Ástæða þess sé sú að deiliskipulagið í Vesturbugt sé í grunninn frá árinu 2013, en ákvæði hverfisverndar í aðalskipulagi hafi tekið gildi árið 2014. Ekki hefur þótt ráðlegt að hafa ákvæðin afturvirk enda gæti slíkt kallað á ómældar skaðabætur af hálfu lóðarhafa og annarra hagsmunaðila. Gott og vel. En af hverju gat borgin ekki bara útbúið nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt eftir gildistöku aðalskipulagsins svo að hægt væri að „virkja“ ákvæði hverfisverndar? Af hverju nýtti hún t.d. ekki tækifærið þegar samningi við Vesturbugt ehf var rift sumarið 2023? Af hverju vildi borgin ekki fylgja eigin stefnu? Augljósasta ástæðan er fjárhagslegs eðlis. Veikburða ferli og stefna Þetta ferli, sem hér hefur verið rakið, sýnir hversu veikburða íbúasamráð er samkvæmt núgildandi lögum. Þetta ferli sýnir líka að þegar sést glitta í peninga þá víkja aðrar áherslur, s.s. verndun sögu, menningar og sérkenna, staðarandi og sálræn tengsl fólks við umhverfi sitt. Þessar áherslur víkja og í staðinn er uppskrúfaðri og óskiljanlegri orðræðu teflt fram. Þetta ferli sýnir einnig hversu áfjáð borgin virðist í að afsala sér völdum þegar kemur að skipulagi og hönnun umhverfis, sem og samfélagslegri ábyrgð í hendur aðila, sem hafa í heiðri önnur markmið og áherslur. Teikningar dagsettar 1. júli 2025 hafa verið samþykktar hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík. Og eins mátti geta sér til sýna teikningarnar svipaða uppbyggingu og á öðrum þéttingarreitum í borginni. Reykjavíkurborg getur enn látið á það reyna að koma í veg fyrir það stórslys sem brátt mun eiga sér stað í Vesturbugt, en sprengingarnar eru hafnar, klukkan tifar og ólin herðist. Höfundur er dr. í umhverfissálfræði og áhugamaður um höfnina.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun