Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Bíó og sjónvarp 30. september 2025 11:58
„kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál hélt fund um útlendingamál í Valhöll um helgina. Hæðst hefur verið að auglýsingu fyrir fundinn vegna málfars- og stafsetningarvillna, þá sérstaklega að stafarunan „kkk“ sé í orðinu „klukkan“. Formaður félagsins segir um 115 manns hafa sótt fundinn og gagnrýnin sé rýr ef aðeins er hægt að setja út á stafsetningu. Lífið 30. september 2025 10:19
Ekki er allt gull sem glóir Þetta er gjöf er einleikur eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttir sem var frumsýndur í Skotlandi í sumar en er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu þar sem verkið er þýtt og staðfært. Leikritið er nútímaútgáfa af grísku goðsögninni um Mídas konung – sagt frá sjónarhóli dóttur hans. Þrátt fyrir faglega umgjörð nær sýningin þó aldrei flugi og liggur sökin í leiktextanum sjálfum. Sagan er ruglingsleg, persónur næfurþunnar og samfélagslega ádeilan misheppnuð. Gagnrýni 30. september 2025 07:00
Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Ástralska leikkonan Nicole Kidman og ástralski tónlistarmaðurinn Keith Urban eru skilin eftir að hafa verið gift í nítján ár. Lífið 29. september 2025 23:33
Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Fjöldi fólks lagði leið sína í Ásmundardal á dögunum þegar ofurparið Viðar Logi og Miles Greenberg opnuðu mjög svo einstaka listasýningu. Lífið 29. september 2025 20:00
Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Formaður Rithöfundasambands Íslands segist fagna nýrri úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum en bendir þó á að ekki sé hægt að meta afköst rithöfunda út frá útgefnum bókum eða fjölda blaðsíðna. Fleira sé skrifað heldur en bara bækur. Blaðamaður Morgunblaðsins segir að sér þyki hörð viðbrögð rithöfunda benda til þess að hópurinn vilji í lengstu lög forðast umræðu um launin. Menning 29. september 2025 16:50
Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. Lífið 29. september 2025 14:47
Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Söngleikurinn Moulin Rouge! var frumsýndur með pompi og prakt á laugardagskvöld. Stærstu stjörnur leikhúsbransans létu sig ekki vanta og heiðraði Vigdís Finnbogadóttir gesti með nærveru sinni. Lífið 29. september 2025 13:32
Hneig niður í miðju lagi Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag. Tónlist 29. september 2025 10:30
Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Rapparinn Bad Bunny mun troða upp í hálfleik Ofurskálarinnar, úrslitaleiks NFL, sem fram fer í Santa Clara í Kaliforníu í Bandaríkjunum 8. febrúar næstkomandi. Lífið 29. september 2025 07:49
„En áttu ekki dóttur?“ „Ég held að það sé gott að tala aðeins meira um dauðann. Við komumst öll í snertingu við dauðann, sem aðstandendur, á einhverjum tímapunkti í lífinu. Þetta er svo mikilvægur tími í lífi fólks og í flestum tilfellum er án efa eitthvað sem fólk hefði viljað gera öðruvísi. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig, gera eins vel og maður getur, og til þess þarf meira samtal og stuðning. Þegar við horfumst í augu við dauðann þá áttum við okkur líka á hversu mikilvægt lífið er- og þá ekki síst samveran með þeim sem maður elskar,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar Þegar mamma mín dó sem kom út hjá Forlaginu nú á dögunum. Lífið 29. september 2025 07:01
Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Ungabörn og tónlist virka vel saman og ekki síst þegar fiðluleikur er í boði en tónlistarkennari í Kópavogi fær allt að niður í þriggja mánaða börn til að spila á fiðlu með sér. Innlent 28. september 2025 20:04
Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Birgitta Haukdal leiðir glæsilegan hóp söngvara fram á sviðið í Hörpu þann 5. desember á tónleikum sem hafa fengið nafnið „Komdu um jólin”. Skipuleggjanda tónleikanna fannst vanta stuð í jólatónleikaflóruna. Lífið samstarf 28. september 2025 08:51
Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins. Lífið 27. september 2025 15:31
Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Snæfellsnes varð í dag fyrsta svæðið á Íslandi til að vera skilgreint sem vistvangur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar Svæðisgarðsins og bæjarstjóri í Grundarfirði, segir þetta afrakstur áralangs starfs sem Snæfellingar hafa verið í, í umhverfis- og samfélagsmálum. Innlent 27. september 2025 13:48
Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. Bíó og sjónvarp 27. september 2025 08:56
„Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. Lífið 27. september 2025 07:02
Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Í gær fór fram glæsileg frumsýning á kvikmyndinni One Battle After Another í Sambíóunum kringlunni. Fjöldi fólks kom saman til að fagna einni mest spennandi kvikmynd ársins. Lífið samstarf 26. september 2025 16:53
Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Björgvin Franz Gíslason leikari er handleggsbrotinn en er á fullu í Ladda sýningunni í Borgarleikhúsinu og æfir af krafti í ræktinni með Evu Dögg systur sinni. Björgvin er ásamt öðrum leikurum og Ladda sjálfum í sýningunni Þetta er Laddi. Lífið 26. september 2025 15:01
„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Innlent 26. september 2025 14:38
Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. Innlent 26. september 2025 11:37
Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Hanna Björk Valsdóttir hlaut Nordic Documentary Producer Award 2025 sem veitt eru framúrskarandi framleiðanda heimildamynda. Leikstjórar á Norðurlöndunum tilnefna einn framleiðanda ár hvert, frá hverju landi og voru verðlaunin veitt á lokahófi Nordisk Panorama hátíðarinnar í Malmö. Bíó og sjónvarp 26. september 2025 10:50
Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar. Lífið 26. september 2025 08:40
„Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla. Lífið 26. september 2025 07:30
Þeir fátæku borga brúsann Það er engin sæla að vera fátækur, sérstaklega ef þú býrð í gömlu hermannablokkunum í Ásbrú. Það er hlutskipti Ífigeníu (eða Ífí eins og hún er kölluð). Ífi eyðir vikunni annaðhvort í þynnku eða að gera sig tilbúna á galeiðuna – sem í hennar tilviki eru lókal skemmtistaðir í Reykjanesbæ. Ég efast um að mörg leikrit hafi verið skrifuð um veruleika fólks í Sandgerði og Innri–Njarðvík. Kannski kominn tími til, því Ífigenía í Ásbrú er ein áhugaverðasta sýningin í íslensku leikhúsi í dag. Ég missti því miður af henni á síðasta leikvetri þegar hún gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó en skellti mér á hana í Borgarleikhúsinu nú um helgina þar sem hún verður sýnd næstu misserin. Gagnrýni 26. september 2025 07:02
Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök. Lífið 25. september 2025 22:34
Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Norræni skálinn á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum „Best Exhibit / Display“ á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. Menning 25. september 2025 21:02
Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni. Lífið 25. september 2025 20:02
Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Leikstjórinn Ugla Hauksdóttir og framleiðandinn Grímar Jónsson sem unnu saman að kvikmyndinni Eldunum eru þegar byrjuð að vinna að næstu mynd sinni. Hún mun byggja á annarri bók eftir Sigríði Hagalín, dystópísku skáldsögunni Eylandi. Bíó og sjónvarp 25. september 2025 11:57
Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins. Lífið 25. september 2025 10:48