Bókaútgáfa

Fréttamynd

Heigulsleg á­kvörðun Rúv, hörundsárir lista­menn og versta bók flóðsins

Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma?

Menning
Fréttamynd

Kanónur í jólakósí

Einhverjir ástsælustu rithöfundar landsins buðu desember velkominn með huggulegu jólakvöldi í Ásmundarsal. Margt var um manninn og jólastemningin tók yfir. 

Menning
Fréttamynd

Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus

Bækur sem seldar eru í Bónus eru ódýrastar í 95 prósent tilfella samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ 3. desember síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að litlu muni á verði Bónus og Nettó, en Bónus hafi verið ódýrara í 117 af 120 samanburðum milli þeirra tveggja.

Neytendur
Fréttamynd

Þegar vit­vél fær spurningu um nas­isma og allt fer í háa­loft

Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem ber heitið Staðreyndirnar. Um er að ræða hárbeitta satíru um ólík tilbrigði við þögn, um uppgjöf andspænis voðaverkum, uppgjör sem aldrei fer fram og þolinmæði þeirra afla sem enn bíða þess í ofvæni að lýðræðis- og frelsisbylgju síðustu áttatíu ára ljúki. Skáldsaga um vélrænt vit, mannasiði og nasista.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu

„Sögur allra mæðra skipta máli. Stundum þarf aðeins hvatningu til að segja þær,“ segir Heiðbjört Ósk Ófeigsdóttir grunnskólakennari sem fyrir ári fékk þá hugmynd að gefa út bók, nánar tiltekið útfyllingarbók, fyrir mæður sem vilja segja eigin sögu, varðveita minningar og deila visku sinni með barninu sínu. Bókin kom út á dögunum hjá Söguspor og ber heitið Mamma- sagan þín.

Lífið
Fréttamynd

Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok

Það ríkir alltaf tilhlökkun meðal ungra lesenda þegar Gunnar Helgason gefur út nýja bók. Nýlega kom út hjá Forlaginu nýjasta bók Gunnars sem ber heitið Birtingur og símabannið mikla. Þar segir frá Birtingi sem á foreldra sem eru í uppeldisátaki og ætla að taka af honum símann yfir sumarið. Um leið banna þau honum að vera í tölvunni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

For­tíð og nú­tíð fléttuð saman í nýrri spennandi ung­lingasögu

Fyrir stuttu kom út hjá Forlaginu ný unglingabók eftir Brynhildi Þórarinsdóttur sem ber nafnið Silfurgengið og er grípandi saga um vináttu og óvænt örlög. Brynhildur er afkastamikill og margverðlaunaður barna- og unglingabókahöfundur en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir endursagnir á Íslendingasögunum og hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin 2007 fyrir endursagnir sínar á Njálu, Eglu og Laxdælu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Spennandi ung­linga­bók um sam­félag í upp­lausn, sam­kennd og heitar til­finningar

Það er óhætt að segja að söguþráður nýjustu unglingabókar Arndísar Þórarinsdóttur sé frumlegur og spennandi. Sögupersónur bókarinnar, sem heitir Sólgos, eru að gera sig tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fer af. Og ekki nóg með það heldur dettur netið líka út og bílar og flugvélar hætta að virka. Á einu augnabliki hverfa allar reglur samfélagsins og ógnin tekur yfir. Mitt í allri upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ræðst í út­tekt á bókamarkaðnum

Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar, og háskólaráðherra, ætlar að láta gera sérstaka úttekt á íslenska bókamarkaðnum og vinna að nýrri bókmenntastefnu. Hann segir að styðja þurfi vel við bókaútgáfu sem lið í að styrkja stöðu íslenskunnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í saman­burði við margt annað

Nýjasta bók glæpasagnakonungsins Arnaldar Indriðasonar kostar 8.699 krónur í verslunum Pennans Eymundsson, tvö hundruð krónum meira en skáldsaga hans sem kom út í fyrra. Bóksali segist finna fyrir áhyggjum neytenda af hækkandi verði bóka, en segir raunina þá að bókaverð hafi hækkað lítillega í samanburði við margt annað.

Neytendur
Fréttamynd

Arnaldarvísitalan

Í dag hófst sala á nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar í bókaverslunum landsins, líkt og fyrsta nóvember á hverju ári í tæpa þrjá áratugi. Fastur liður á íslenska bókaárinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fögnuðu Heimsins besta degi í hel­víti

Það var húsfyllir og góð stemning þegar kvikmyndaframleiðandinn Lilja Ósk Snorradóttir fagnaði útgáfu sinnar fyrstu bókar, Heimsins besti dagur í helvíti, með teiti í bókabúð Sölku á dögunum.

Menning
Fréttamynd

Sat uppi með út­gáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við

„Allt í einu sat ég uppi með útgáfu af sjálfri mér sem ég hvorki skildi né þekkti né kunni við. Og ég var pikkföst, ég gat hvergi flúið,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi og eigandi Pegasus. Fyrir konu sem hefur eytt ævinni í að láta hugmyndir annarra verða að veruleika reyndist stærsta áskorunin að þurfa að byggja sjálfa sig upp á nýtt.

Lífið