Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP)

Fréttamynd

Um­mæli for­seta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja á­hyggjur

Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn setja pressu á Kín­verja

Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ís­land verði að beita sér af krafti

Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg.

Innlent
Fréttamynd

Tvö­falt fleiri full­trúar Ís­lands á COP28

Alls eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir aðildaríkjafund Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Dúbaí og lýkur þann 12 .desember eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum loftslagsráðstefnunni. Fulltrúum Íslands fjölgar verulega milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Van­­traust í upp­­hafi COP 28 lofts­lags­ráð­stefnunnar

Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Menga á daginn og grilla á kvöldin

COP28 loftslagsráðstefnan í Dubai hefst í dag og því er nauðsynlegt að skoða frammistöðu Íslenskra fyrirtækja sem losa meira en 20 þúsund tonn af CO2 á síðasta ári. En berjast þarf að krafti við að draga úr losun því hvert hitametið á fætur öðru hefur verið slegið á þessu ári. Haldi þessi þróun áfram mun hún hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir jarð­ar­búa, líf­ríki og vist­kerfi á jörð­inn­i.

Skoðun
Fréttamynd

Jarð­efna­elds­neyti grefur undan lífs­kjörum

Undanfarin ár hefur verðbólga rýrt lífskjör víða um heim. Úrtölumenn hafa reynt að færa sér þessa kjararýrnun í nyt og halda því fram að aðgerðir í loftslagsmálum séu of dýrar og gangi gegn hagsmunum venjulegs fólks. Ekkert er fjær sannleikanum.

Skoðun
Fréttamynd

Segist von­góður um „fordæmalausa niður­stöðu“ Cop28

„Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Rétt upp hönd

Nú styttist í næsta Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna (COP28) en Ísland er eitt af 197 aðildarríkjum loftslagssamningsins. Grænvangur styður við þátttöku atvinnulífsins á COP28, sem að þessu sinni er haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 30. nóvember til 12. desember.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti Cop28 sakaður um „græn­þvott“ á Wiki­pedia

Sultan Al Jaber, forseti loftslagsráðstefnunnar Cop28, hefur verið sakaður um að „grænþvo“ upplýsingar um sjálfan sig á Wikipedia, meðal annars síður þar sem fjallað er um störf hans sem framkvæmdastjóri Abu Dhabi National Oil Company (ADNOC).

Erlent
Fréttamynd

Ætlum við að rétt slefa í gegn?

„Allt fyrir ofan fimm er óborguð yfirvinna,” sagði eldri nemandi við mig, óharnaðan busa, þegar ég mætti á mína fyrstu kóræfingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Með öðrum orðum þá taldi hann ekki taka því að leggja meira á sig en lágmarkið til að ná prófi.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­bært land en ó­sjálf­bær þjóð

Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri olíufyrirtækis næsti for­seti COP28

Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Erlent
Fréttamynd

Skilaboðin frá COP22 voru skýr; verndum líffræðilegan fjölbreytileika, endurreisum vistkerfi

Án þess að lög og reglur hafi verið mótaðar eru nú gríðarleg áform uppi um vindmyllugarða allt í kringum landið og sveitarfélög, sem alla jafna standa svo höllum fæti fjárhagslega að þau geta hvorki tryggt fjármagn í grunnstoðir eins og skólarekstur og málefni fatlaðra setja nú milljónir á milljónir ofan í þessa rússnesku rúllettu sem samningar við erlenda fjárfesta eru.

Skoðun
Fréttamynd

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eins vongóður eftir loftslagsþingið

Deildar meiningar eru þann árangur sem náðist á COP27 loftslagsþinginu sem lauk í Egyptalandi í gær. Samþykkt um stofnun loftslagshamfarasjóðs þykir mikil tímamót en vonbrigðum hefur verið lýst yfir með samþykktir um samdrátt í losun og notkun á jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða náðist um lofts­lags­ham­fara­sjóð

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun.

Erlent
Fréttamynd

Samlegðaráhrif af COP27

Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta.

Skoðun
Fréttamynd

Hét nýjum degi fyrir Amason­frum­skóginn

Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag.

Erlent