Enn fjölgar þeim sem finnast undir rústum blokkarinnar í Surfside Eiður Þór Árnason skrifar 5. júlí 2021 22:00 Holur voru boraðar í þá veggi sem stóðu eftir og sprengiefni komið fyrir til að jafna leifarnar við jörðu. AP/Al Diaz Þrjú lík hafa fundist til viðbótar undir rústum íbúðablokkarinnar sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída fyrir rúmri viku. Er heildartala látinna nú komin í 27 en 118 íbúa er enn saknað og er talið ólíklegt að nokkur finnist á lífi. Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum. Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Leitarflokkar fundu líkin þrjú á svæði sem hafði áður verið óaðgengilegt. Leifar byggingarinnar voru jafnaðar við jörðu í gær en áður var talið óöruggt að leita á umræddu svæði vegna óstöðugleika þeirra álma sem eftir stóðu. Ein álma Champlain-suðurturnanna, þrettán hæða íbúðablokkar í bænum Surfside nærri Miami, hrundi aðfaranótt laugardagsins 24. júní. Ákveðið var að flýta niðurrifi byggingarinnar vegna hitabeltisstormsins Elsu sem stefnir nú á strendur Flórída og einnig til að stækka mögulegt leitarsvæði. Var gert hlé á björgunaraðgerðum vegna þessa en upphaflega stóð til að niðurrif færi fram seint í júlí. Niðurrifið í gær gekk sem skyldi og féll byggingin ekki á eldri rústir. Í kjölfarið var leitarflokkum leyft að hefja leit á ný, að því er fram kemur í frétt ABC. Fjölmargir hafa gefið upp alla von um að finna ástvini sína á lífi undir rústunum. AP/Carl Juste Reikna með að finna fleiri Að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, má líklega finna mörg svefnherbergi í þeim hluta sem áður var óaðgengilegur leitar- og björgunarliði. Fjölmargir íbúar voru sofandi þegar hörmungarnar áttu sér stað um miðja nótt. Verkfræðingar sem hafa kannað rústirnar eða skoðað myndir af þeim telja mögulegt að byggingin hafi verið gölluð. Ekki hafi verið notað eins mikið af steypustyrktarjárni í grunn hennar eins og gert var ráð í teikningum. Sérfræðingur sem bæjaryfirvöld í Surfside fengu til þess að rannsaka hrunið staðfesti við New York Times að merki séu um að minna stál hafi verið notað til að styrkja burðarsúlur í bílakjallara en gert var ráð fyrir. Rannsókn á hruninu sé þó á frumstigum.
Bandaríkin Húshrun í Miami Tengdar fréttir Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41 Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01 Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Vísbendingar um galla í blokkinni sem hrundi Sérfræðingar sem hafa skoðað rústir íbúðablokkarinnar á Surfside á Flórida sem hrundi í síðasta mánuði sjá merki um galla í grunni hennar. Að minnsta kosti 24 eru látnir en 121 er enn saknað og óhugsandi er talið að nokkur finnist á lífi. 5. júlí 2021 10:41
Björgunaraðgerðum hætt í bili og húsið verður rifið Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi. 4. júlí 2021 11:01
Sjö ára stúlka fannst látin í rústunum Sjö ára gömul stúlka fannst látin í rústum blokkar í Miami sem hrundi fyrirvaralaust í bænum Surfside á Flórída. Stúlkan var ein tveggja fórnarlamba sem fundust í rústunum í gærkvöldi, tveimur vikum eftir að blokkin hrundi. 2. júlí 2021 21:43