Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 14:00 Dómurinn var kveðinn upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur, rúmum sjö árum frá því að slysið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015. Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri. Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Konan hugðist snæða kvöldverð með fjölskyldu sinni og hélt í útidyrahurð staðarins þegar vindhviða feykti upp hurðinni en við það féll konan aftur fyrir sig niður þrjár tröppur og skall með hnakkann á gangstétt. Varð hún fyrir umtalsverðu líkamstjóni og krafði VÍS, vátryggjanda Bryggjunnar, um bætur sem synjuðu kröfunni. Deilan snerist að því hvort Bryggjan hafi sýnt af sér gáleysi á slysstaðnum. Fram kemur í dómnum að útidyrahurð Bryggjunnar hafi verið vís til þess að fjúka til en húsið stendur steinsnar frá sjó og opnast hurðin út á við. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að hurðarpumpa hurðarinnar var ótengd en ágreiningur aðila laut að því hvort hún hafi verið ótengd eða ekki þannig að um sök Bryggjunnar sé að ræða. Bryggjan bar því fyrir sig að um væri að ræða óhappatilvik og ósannað hafi verið að slys konunnar verði rakið til vanrækslu sinnar, heldur sé um að ræða eigin sök konunnar. Það hafi verið ósannað að hurðarpumpa hurðarinnar sem vindhviða feykti upp og olli í raun tjóninu, hafi verið ótengd þegar slysið átti sér stað þótt hún hafi verið ótengd þegar lögreglu bar að garði. Héraðsdómur hafnaði hins vegar þessum röksemdum og taldi það standa Bryggjunni nær að sanna þá staðhæfingu sína að pumpan hafi í reynd verið tengd þegar slysið átti sér stað. Hafi þeim ekki tekist sönnun þess og báru því hallann af því. Var því fallist á það með konunni að VÍS, vátryggjandi Bryggjunnar, skyldi bera ábyrgð á tjóni hennar vegna saknæmrar háttsemi þess síðarnefnda. Konunni var jafnframt greiddur málskostnaður úr hendi Bryggjunnar og fallist á gjafsókn hennar. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrstu var greint frá því að veitingarstaðurinn væri Bryggjan brugghús, hið rétta er að um var að ræða Bryggjuna á Akureyri.
Dómsmál Veitingastaðir Tryggingar Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira