Gagnaleki í skoðun hjá Reykjavíkurborg Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 12:09 Dagbjört Hákonardóttir er persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Vísir Upp hefur komið gagnaleki hjá vefþjónustu sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa notað í nokkrum mæli. Persónuverndarfulltrúi borgarinnar vinnur nú að því að leggja mat á umfang og eðli brestsins í samstarfi við upplýsingatæknisvið borgarinnar. Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel. Netöryggi Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Í tilkynningu á starfsmannavef borgarinnar, sem Vísir hefur undir höndum, segir að lekinn hafi komið upp í QuestionPro, veflausn sem gerir fólki kleift að gera og senda út skoðanakannanir, sem nokkuð hafi verið notuð af starfsfólki borgarinnar. Þar segir að samkvæmt athugun upplýsingatæknisviðs liggi fyrir að nokkuð af upplýsingum hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi aðilum, þar á meðal tölvupóstföng og niðurstöður kannana. „Fyrir liggur að netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar falla þar undir, en ekki er vitað hvort hið sama eigi við um niðurstöður kannana á vegum starfsfólks borgarinnar,“ segir í tilkynningunni. Starfsmenn varist svikapósta Í tilkynningunni segir að í framhaldi af gagnaleka sem sé hætt við að aukning verði í tilraunum til að senda svikapósta. Því er starfsfólk beðið um að vera vel á varðbergi og tilkynna með viðeigandi leiðum ef grunur vaknar um svikapósta. Þá minnir upplúsingasvið starfsfólk á að nota einungis samþykktar lausnir til framkvæmdar á verkefnum sínum. Óskar Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir í samtali við Vísi að QuestionPro sé ekki samþykkt af upplýsingatæknisviði. Því hafi borgin ekkert með lekan sem slíkan að gera. Gagnalekar óumflýjanlegir í nútímasamfélagi Sem áður segir vinnur persónuverndarfulltrúi borgarinnar nú að því að leggja mat á lekann. Dagbjört Hákonardóttir persónuverndarfulltrúi segir í samtali við Vísi að hún geti litlar upplýsingar veitt um lekann þar sem málið sé á viðkvæmu stigi auk þess að hún hafi ekki upplýsingar um tæknilegar hliðar hans. Hún segir að gagnalekar sem þessi séu óumflýjanlegir í nútímasamfélagi og að markmið persónuverndarfulltrúa og upplýsingatæknisviðs að lágmarka skaða sem verður af þeim. Hún hafi 72 klukkstundir frá því að upp kemst um leka til að ákveða hvort tilkynna þurfi Persónuvernd um hann. Reykjavíkurborg tilkynni Persónuvernd um mögulega öryggisbresti oftast allra. Friðþjófur Bergmann, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hér á landi nýti sér þjónustu QuestionPro og því séu mun fleiri netföng undir en netföng starfsfólks Reykjavíkurborgar. Hann segir að helsta hættan af gagnalekum sem þessum vera að tölvuþrjótar nota netföng sem þeir komast yfir til að senda svikapósta. Því þurfi fólk að hafa varann á. Þá segir hann að ekki sé óalgengt að lekar sem þessi verði og netföng séu notuð til að senda svikapósta. Álíka atvik hafi orðið í maí en borgin hafi ekki merkt aukningu í því að fólk falli fyrir svikapóstum og tekist hafi að verjast tölvuþrjótum vel.
Netöryggi Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira