Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 09:00 Norðmenn eru í fremstu röð í fjölda íþróttagreina en eiga nú á hættu að missa réttinn til að keppa á stórmótum. Getty/Jozo Cabraja Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim. Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira
Norski ríkisfjölmiðillinn NRK fjallaði um málið í síðustu viku og greindi frá því að ástæðan fyrir mögulegri refsingu séu lög sem sett voru í Noregi árið 2019. Samkvæmt lögunum má ekki taka 15-18 ára íþróttafólk í lyfjapróf nema með samþykki foreldra. Leiðtogar íþróttahreyfingarinnar og lyfjaeftirlitsins í Noregi hafa sent ráðherrum norsku ríkisstjórnarinnar bréf og bent á að verði ekkert gert þá megi gera ráð fyrir að nú um áramótin verði norska lyfjaeftirlitið talið ófullnægjandi. Eins og fyrr segir gætu Norðmenn þá hlotið þunga refsingu. Fyrstu refsingar gætu falist í því að Noregur missi aðild að alþjóða lyfjaeftirlitinu, Wada, og verði bannað að halda alþjóðleg stórmót á norskri grundu. Enn þyngri refsing er svo inni í myndinni; að Norðmenn verði settir í bann frá öllum alþjóðlegum stórmótum; EM, HM og Ólympíuleikum. „Grafalvarleg staða sem verður að leysa“ „Svona getum við ekki haft þetta,“ segir Kåre Geir Lio, formaður norska handknattleikssambandsins, og kollegar hans hjá skíðasambandinu og knattspyrnusambandinu taka í sama streng. Til dæmis stendur til að halda heimsmeistaramót í handbolta í Noregi 2023 og 2025, og Evrópumót 2026 og 2028. „Þetta er grafalvarleg staða sem verður að leysa,“ sagði Espen Bjervig, formaður skíðasambandsins. „Ég er viss um að okkur tekst að finna lausn sem hefur ekki háhrif á norskt íþróttafólk og mótshaldara,“ bætti hann við. Megi ekki vera þannig að unglingar geti svindlað Anders Solheim, yfirmaður hjá lyfjaeftirliti Noregs, segir gríðarlega mikilvægt að eitthvað verði gert í málinu. „Það má ekki vera þannig að unglingar sem keppa á mótum geti verið að dópa sig eins mikið og þá lystir,“ sagði Solheim. „Við viljum ekki að það sé þannig í nokkurri íþrótt að hægt sé að nota ólögleg, árangursaukandi lyf fram til 18 ára aldurs, án þess að þurfa að skila inn prufu. Það gefur möguleika á að svindla og öðlast ósanngjarnt forskot,“ sagði Solheim.
Handbolti Fótbolti Skíðaíþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ Sjá meira